Lífið

Erla Eyþórsdóttir sigraði umbúðahönnunarkeppni

Ellý Ármanns skrifar
Erla Eyþórsdóttir sigraði í umbúðahönnunarkeppni sem Oddi, Félag íslenskra teiknara og Listaháskóli Íslands stóðu fyrir í febrúar og mars. Um var að ræða opna hönnunar- og hugmyndasamkeppni fyrir matvælaumbúðir úr kartoni, bylgjupappír og eða mjúku plasti. Viðfangsefnið var þemabundið við matvælaumbúðir.

Erla sigraði fyrir öskju sem hún hannaði undir sælgæti eða nasl, annað sæti hreppti Harpa Tanja Unnsteinsdóttir með millimálabox og þriðja sæti hlutu þau Gísli Arnarson og Anna Snædís Sigmarsdóttir með fjölkornaumbúðir.

Sérstök út-fyrir-boxið-aukaverðlaun féllu í skaut fyrrnefndrar Hörpu Tönju. Dómnefnd skipuðu þau Elísabet Ýr Sigurðardóttir umbúðahönnuður hjá Odda, Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður hjá HAF, Högni Valur Högnason grafískur hönnuður og formaður Félags íslenskra teiknara og Lóa Auðunsdóttir aðjúnkt í grafískri hönnun við LHÍ.

Oddi veitti verðlaun í keppninni, en FÍT og LHÍ sáu um skipan dómnefndar.





Umbúðahönnun - úrslit.
Smelltu á efstu mynd til að skoða myndirnar.

Erla Eyþórsdóttir sigraði í umbúðakeppni Odda, FÍT og LHÍ. Henni á hægri hönd er Harpa Tanja Unnsteinsdóttir sem varð í öðru sæti, en vinstra megin eru þau Anna Snædís Sigmarsdóttir og Gísli Arnarson sem hlutu þriðja sæti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×