Kunnugleg nöfn í toppbaráttunni eftir fyrsta hring á Augusta 11. apríl 2014 00:01 Jimenez og Haas voru sáttir eftir fyrsta hring í dag. AP/Vísir Mastersmótið hófst í dag en til þess að hefja þessa miklu golfveislu formlega voru goðsagnirnar Arnold Palmer, Jack Niclaus og Gary Player fengnar til þess að slá fyrstu höggin í mótinu. Það er óhætt að segja að mótið í ár hafi farið vel af stað en aðstæður til golfleiks á hinum gríðarlega erfiða Augusta National voru góðar, léttur vindur og glampandi sólskyn.Bill Haas lék best allra á fyrsta hring en hann kom inn á 68 höggum eða fjórum undir pari, Haas er þekktur fyrir að hefja mót vel en áhugavert verður að sjá hvort hann stenst pressuna á morgun sem fylgir því að leiða þetta sögufræga mót. Það eru kunnugleg nöfn jöfn í öðru sæti og þar ber helst að nefna Adam Scott sem hóf titilvörn sína með því að leika á þremur höggum undir pari á fyrsta hring. Louis Oosthuizen lék einnig á þremur höggum undir pari sem og meistarinn frá 2012, Bubba Watson. Sjö kylfingar eru jafnir í fimmta sæti á tveimur höggum undir pari en aðeins 19 kylfingar hófu mótið með hringjum sem voru undir pari vallar. Meðal þeirra eru ungstirnin Rory McIlroy, Rickie Fowler og Jordan Spieth á einu höggi undir pari ásamt öðrum þekktum nöfnum eins og töffaranum Fred Couples og Spánverjanum vinsæla Miguel Angel Jimenez. Vonbrigði dagsins í augum margra var frammistaða Phil Mickelson en Augusta National hefur í gegn um tíðina dregið það besta úr þessum magnaða kylfingi. Sú var þó ekki raunin í dag en Mickelson lék á 76 höggum eða fjórum yfir pari og er mjög neðarlega á skortöflunni. Þá voru fleiri stór nöfn sem Augusta lék grátt í dag, meðal annars Justin Rose sem lék einnig á fjórum yfir, Dustin Johnson lék á fimm yfir pari og PGA meistarinn sjálfur, Jason Dufner kom inn á heilum 80 höggum eða átta yfir pari. Sýnt verður beint frá öðrum hring á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 á morgun. Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Mastersmótið hófst í dag en til þess að hefja þessa miklu golfveislu formlega voru goðsagnirnar Arnold Palmer, Jack Niclaus og Gary Player fengnar til þess að slá fyrstu höggin í mótinu. Það er óhætt að segja að mótið í ár hafi farið vel af stað en aðstæður til golfleiks á hinum gríðarlega erfiða Augusta National voru góðar, léttur vindur og glampandi sólskyn.Bill Haas lék best allra á fyrsta hring en hann kom inn á 68 höggum eða fjórum undir pari, Haas er þekktur fyrir að hefja mót vel en áhugavert verður að sjá hvort hann stenst pressuna á morgun sem fylgir því að leiða þetta sögufræga mót. Það eru kunnugleg nöfn jöfn í öðru sæti og þar ber helst að nefna Adam Scott sem hóf titilvörn sína með því að leika á þremur höggum undir pari á fyrsta hring. Louis Oosthuizen lék einnig á þremur höggum undir pari sem og meistarinn frá 2012, Bubba Watson. Sjö kylfingar eru jafnir í fimmta sæti á tveimur höggum undir pari en aðeins 19 kylfingar hófu mótið með hringjum sem voru undir pari vallar. Meðal þeirra eru ungstirnin Rory McIlroy, Rickie Fowler og Jordan Spieth á einu höggi undir pari ásamt öðrum þekktum nöfnum eins og töffaranum Fred Couples og Spánverjanum vinsæla Miguel Angel Jimenez. Vonbrigði dagsins í augum margra var frammistaða Phil Mickelson en Augusta National hefur í gegn um tíðina dregið það besta úr þessum magnaða kylfingi. Sú var þó ekki raunin í dag en Mickelson lék á 76 höggum eða fjórum yfir pari og er mjög neðarlega á skortöflunni. Þá voru fleiri stór nöfn sem Augusta lék grátt í dag, meðal annars Justin Rose sem lék einnig á fjórum yfir, Dustin Johnson lék á fimm yfir pari og PGA meistarinn sjálfur, Jason Dufner kom inn á heilum 80 höggum eða átta yfir pari. Sýnt verður beint frá öðrum hring á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 á morgun.
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira