Milljón Dacia Duster á 4 árum Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2014 14:15 Dacia Duster. Ódýri Dacia Duster jeppinn hefur ekki verið í sölu nema í 4 ár en nú þegar hefur hann selst í einni milljón eintaka. Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia er í eigu Renault-Nissan, en Dacia bílar eru þó framleiddir í fleiri löndum en Rúmeníu, eða 5 löndum alls. Dacia bílar eru nú seldir í meira en 100 löndum, en stærstu markaðir fyrir Dacia auk heimalandsins Rúmeníu eru Rússland, Frakkland, Brasilía, Indland og Þýskaland. Í fyrstu var ekki meiningin að selja Dacia bíla í V-Evrópu og því kemur góð sala á Dacia bílum á óvart í löndum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Lágt verð á Dacia bílum og ágæt reynsla kaupenda þeirra hefur hinsvegar stækkað markaðinn verulega. Dacia Duster fæst á Íslandi en umboðsaðili Dacia á Íslandi er BL. Verð jeppans hjá BL er frá 3.990.000 krónum. Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Erlent
Ódýri Dacia Duster jeppinn hefur ekki verið í sölu nema í 4 ár en nú þegar hefur hann selst í einni milljón eintaka. Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia er í eigu Renault-Nissan, en Dacia bílar eru þó framleiddir í fleiri löndum en Rúmeníu, eða 5 löndum alls. Dacia bílar eru nú seldir í meira en 100 löndum, en stærstu markaðir fyrir Dacia auk heimalandsins Rúmeníu eru Rússland, Frakkland, Brasilía, Indland og Þýskaland. Í fyrstu var ekki meiningin að selja Dacia bíla í V-Evrópu og því kemur góð sala á Dacia bílum á óvart í löndum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Lágt verð á Dacia bílum og ágæt reynsla kaupenda þeirra hefur hinsvegar stækkað markaðinn verulega. Dacia Duster fæst á Íslandi en umboðsaðili Dacia á Íslandi er BL. Verð jeppans hjá BL er frá 3.990.000 krónum.
Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Erlent