Hanna Birna segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í ESB málinu Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2014 19:30 Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í Evrópumálunum og nú sé mikilvægt að ná um þau breiðri samstöðu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stofnun evrópusinnaðs hægri flokks geta falið í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna. Ef flokkur sem þessi yrði stofnaður og héldi þessu fylgi til næstu kosninga er ljóst að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn þyrftu að hafa áhyggjur af því fylgi sem hann drægi til sín. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta sé eitthvað sem flokkurinn þurfi að íhuga. „Ef það er þannig að hluti af okkar fylgi telur sig geta átt heima annars staðar. Og það er auðvitað sérstakt áhyggjuefni og eitthvað sem við verðum að íhuga ef það tengist einu máli. Því þetta virðist vera eins máls flokkur eða framboð ef til þess kemur, sem mun þá eðlilega taka fylgi af öllum flokkum og allir flokkar þurfa þá einhvern veginn að velta því fyrir sér,“ segir Hanna Birna. Hún viðurkennir hins vegar að ríkisstjórnin hafi ekki haldið vel á evrópumálunum með tillögu utanríkisráðherra um slit viðræðna. „Og nú er það verkefni eins og við höfum sagt og það hafa allir nefnt það í ríkisstjórninni, að þetta mál í kring um Evrópusambandið nýlega hefur ekki farið nógu vel. Við fórum of hratt með það og fólk var ekki alveg að átta sig á því hvers vegna við gerðum þetta svona hratt. Nú erum við að vinna í því á þinginu og ég held að það skipti mestu máli að allir þeir sem standa innan Sjálfstæðisflokksins vinni að því sameiginlega að finna á því lausn. Og ég er sanfærð um að þinginu getur tekist að finna lausn sem verður breið og ágæt samstaða um og það skiptir miklu máli,“ segir Hanna Birna. ESB flokkur til hægri myndi samkvæmt könnun Capacent geta tekið töluvert fylgi af Samfylkingunni.Þarf hún ekki að óttast stofnun á svona flokki?„Nei ekki að óttast, ég held að það sé eðlilegt að það komi fram evrópusinnaður flokkur á hægri á hægri vængnum, ef þjóðin á ekki að fá að klára málið í þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur flokkarkerfið að brotna upp eftir evrópulínum,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Það muni fleir mál hafa áhrif því eftir hrun hafi skapast mikið vantraust á gömlu flokkana og nýir flokkar komið fram. En ef þessi flokkur yrði til væru komnir fram þrír flokkar sem styddu viðræður við ESB og jafnvel aðild að sambandinu.Þá væri komið upp nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum?„Já, ég tel að stofnun svona flokks feli í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna vegna þess að við höfum auðvitað það aðalbaráttumál að ljúka aðildarviðræðunum og koma niðurstöðum þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og þarna gæti verið bandamaður fyrir okkur til að ná því megin markmiði okkar,“ segir Helgi Hjörvar. ESB-málið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í Evrópumálunum og nú sé mikilvægt að ná um þau breiðri samstöðu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stofnun evrópusinnaðs hægri flokks geta falið í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna. Ef flokkur sem þessi yrði stofnaður og héldi þessu fylgi til næstu kosninga er ljóst að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn þyrftu að hafa áhyggjur af því fylgi sem hann drægi til sín. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta sé eitthvað sem flokkurinn þurfi að íhuga. „Ef það er þannig að hluti af okkar fylgi telur sig geta átt heima annars staðar. Og það er auðvitað sérstakt áhyggjuefni og eitthvað sem við verðum að íhuga ef það tengist einu máli. Því þetta virðist vera eins máls flokkur eða framboð ef til þess kemur, sem mun þá eðlilega taka fylgi af öllum flokkum og allir flokkar þurfa þá einhvern veginn að velta því fyrir sér,“ segir Hanna Birna. Hún viðurkennir hins vegar að ríkisstjórnin hafi ekki haldið vel á evrópumálunum með tillögu utanríkisráðherra um slit viðræðna. „Og nú er það verkefni eins og við höfum sagt og það hafa allir nefnt það í ríkisstjórninni, að þetta mál í kring um Evrópusambandið nýlega hefur ekki farið nógu vel. Við fórum of hratt með það og fólk var ekki alveg að átta sig á því hvers vegna við gerðum þetta svona hratt. Nú erum við að vinna í því á þinginu og ég held að það skipti mestu máli að allir þeir sem standa innan Sjálfstæðisflokksins vinni að því sameiginlega að finna á því lausn. Og ég er sanfærð um að þinginu getur tekist að finna lausn sem verður breið og ágæt samstaða um og það skiptir miklu máli,“ segir Hanna Birna. ESB flokkur til hægri myndi samkvæmt könnun Capacent geta tekið töluvert fylgi af Samfylkingunni.Þarf hún ekki að óttast stofnun á svona flokki?„Nei ekki að óttast, ég held að það sé eðlilegt að það komi fram evrópusinnaður flokkur á hægri á hægri vængnum, ef þjóðin á ekki að fá að klára málið í þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur flokkarkerfið að brotna upp eftir evrópulínum,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Það muni fleir mál hafa áhrif því eftir hrun hafi skapast mikið vantraust á gömlu flokkana og nýir flokkar komið fram. En ef þessi flokkur yrði til væru komnir fram þrír flokkar sem styddu viðræður við ESB og jafnvel aðild að sambandinu.Þá væri komið upp nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum?„Já, ég tel að stofnun svona flokks feli í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna vegna þess að við höfum auðvitað það aðalbaráttumál að ljúka aðildarviðræðunum og koma niðurstöðum þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og þarna gæti verið bandamaður fyrir okkur til að ná því megin markmiði okkar,“ segir Helgi Hjörvar.
ESB-málið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira