Watson vann Masters 13. apríl 2014 23:17 Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson kann vel við sig í grænu en hann stóð uppi sem sigurvegari á Masters-mótinu í kvöld. Watson lék samtals á 8 höggum undir pari og var þrem höggum á undan hinum tvítuga Jordan Spieth og Svíanum Jonas Blixt. Spánverjinn Miguel Angel Jimenez kom í næsta sæti þar á eftir. Hinn ungi Spieth byrjaði daginn með miklum látum og fékk fjóra fugla á fyrstu sjö holunum. Svo fór honum að fatast flugið og Watson komst í forystu. Hann gerði engin stór mistök. Lék mjög stöðugt og gott golf á meðan hinn reynslulausi Spieth lenti í alls konar vandræðum sem hann reyndar leysti oftar en ekki mjög vel. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Watson vinnur Masters-mótið og klæðist græna jakkanum eftirsótta.Lokastaðan:-8 Bubba Watson, Bandaríkin -5 Jordan Spieth, Bandaríkin -5 Jonas Blixt, Svíþjóð -4 Miguel Ángel Jiménez, Spánn -2 Matt Kuchar, Bandaríkin -2 Rickie Fowler, Bandaríkin -1 Lee Westwood, EnglandWatson faðmar hinn unga Spieth að sér. Spieth hefði orðið yngsti sigurvegari Masters frá upphafi ef hann hefði unnið.vísir/getty Golf Tengdar fréttir Stórkostlegur fugl hjá Spieth | Myndband Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth átti frábært högg úr glompunni á 4. holu á lokahringnum á Masters mótinu. 13. apríl 2014 19:58 Slær Spieth met Woods? Örlögin gætu verið hliðholl hinum 20 ára Jordan Spieth sem hefur vakið mikla athygli á Masters mótinu í Bandaríkjunum en hann er jafn Bubba Watson í efsta sæti fyrir lokahring mótsins. 13. apríl 2014 12:30 Er Spieth að stinga af? | Myndband Jordan Spieth hefur farið af stað með miklum látum á lokakeppnisdegi á Masters mótinu. Hann er búinn að fá fjóra fugla á fyrstu sjö holunum. 13. apríl 2014 20:32 Sérfræðingarnir halda með Jimenez | Myndband Sérfræðingar Golfstöðvarinnar hituðu upp fyrir lokahringinn á Masters. 13. apríl 2014 20:45 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson kann vel við sig í grænu en hann stóð uppi sem sigurvegari á Masters-mótinu í kvöld. Watson lék samtals á 8 höggum undir pari og var þrem höggum á undan hinum tvítuga Jordan Spieth og Svíanum Jonas Blixt. Spánverjinn Miguel Angel Jimenez kom í næsta sæti þar á eftir. Hinn ungi Spieth byrjaði daginn með miklum látum og fékk fjóra fugla á fyrstu sjö holunum. Svo fór honum að fatast flugið og Watson komst í forystu. Hann gerði engin stór mistök. Lék mjög stöðugt og gott golf á meðan hinn reynslulausi Spieth lenti í alls konar vandræðum sem hann reyndar leysti oftar en ekki mjög vel. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Watson vinnur Masters-mótið og klæðist græna jakkanum eftirsótta.Lokastaðan:-8 Bubba Watson, Bandaríkin -5 Jordan Spieth, Bandaríkin -5 Jonas Blixt, Svíþjóð -4 Miguel Ángel Jiménez, Spánn -2 Matt Kuchar, Bandaríkin -2 Rickie Fowler, Bandaríkin -1 Lee Westwood, EnglandWatson faðmar hinn unga Spieth að sér. Spieth hefði orðið yngsti sigurvegari Masters frá upphafi ef hann hefði unnið.vísir/getty
Golf Tengdar fréttir Stórkostlegur fugl hjá Spieth | Myndband Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth átti frábært högg úr glompunni á 4. holu á lokahringnum á Masters mótinu. 13. apríl 2014 19:58 Slær Spieth met Woods? Örlögin gætu verið hliðholl hinum 20 ára Jordan Spieth sem hefur vakið mikla athygli á Masters mótinu í Bandaríkjunum en hann er jafn Bubba Watson í efsta sæti fyrir lokahring mótsins. 13. apríl 2014 12:30 Er Spieth að stinga af? | Myndband Jordan Spieth hefur farið af stað með miklum látum á lokakeppnisdegi á Masters mótinu. Hann er búinn að fá fjóra fugla á fyrstu sjö holunum. 13. apríl 2014 20:32 Sérfræðingarnir halda með Jimenez | Myndband Sérfræðingar Golfstöðvarinnar hituðu upp fyrir lokahringinn á Masters. 13. apríl 2014 20:45 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Stórkostlegur fugl hjá Spieth | Myndband Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth átti frábært högg úr glompunni á 4. holu á lokahringnum á Masters mótinu. 13. apríl 2014 19:58
Slær Spieth met Woods? Örlögin gætu verið hliðholl hinum 20 ára Jordan Spieth sem hefur vakið mikla athygli á Masters mótinu í Bandaríkjunum en hann er jafn Bubba Watson í efsta sæti fyrir lokahring mótsins. 13. apríl 2014 12:30
Er Spieth að stinga af? | Myndband Jordan Spieth hefur farið af stað með miklum látum á lokakeppnisdegi á Masters mótinu. Hann er búinn að fá fjóra fugla á fyrstu sjö holunum. 13. apríl 2014 20:32
Sérfræðingarnir halda með Jimenez | Myndband Sérfræðingar Golfstöðvarinnar hituðu upp fyrir lokahringinn á Masters. 13. apríl 2014 20:45