Peugeot ætlar sér stóra hluti í Paris-Dakar rallinu Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2014 15:45 Talsvert stærri bíll og gerðarlegri en Peugeot 208 bíllinn sigursæli. Peugeot vann fjölmargar Paris-Dakar keppnir á níunda áratug síðustu aldar og stefnir nú að því að endurtaka þann leik. Til þess hafa þeir fengið tvo af reyndustu og sigursælustu keppnisökumönnum Paris-dakar keppninnar með sér í lið, þá Carlos Sainz og Cyril Depres, og munu þeir keppa á bílum Peugeot í næstu keppni sem fer fram í byrjun næsta árs. Nú hefur Peugeot kynnt þann bíl sem kapparnir munu þeysa á og er hann nefndur Peugeot 2008 DKR og á að eiga eitthvað sameiginlegt með hefðbundnum Peugeot 2008 bíl en á myndum af bílnum að dæma er svo eiginlega ekki. Það átti reyndar ekki heldur við sigurvegarann í ár, Mini ALL4, sem átti að byggja á Mini Clubman bílnum. Þessi bíll Peugeot er á 37 tommu dekkjum og er aðeins með drif á tveimur hjólum. Hár á velli á sínum 37 tommu dekkjum. Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent
Peugeot vann fjölmargar Paris-Dakar keppnir á níunda áratug síðustu aldar og stefnir nú að því að endurtaka þann leik. Til þess hafa þeir fengið tvo af reyndustu og sigursælustu keppnisökumönnum Paris-dakar keppninnar með sér í lið, þá Carlos Sainz og Cyril Depres, og munu þeir keppa á bílum Peugeot í næstu keppni sem fer fram í byrjun næsta árs. Nú hefur Peugeot kynnt þann bíl sem kapparnir munu þeysa á og er hann nefndur Peugeot 2008 DKR og á að eiga eitthvað sameiginlegt með hefðbundnum Peugeot 2008 bíl en á myndum af bílnum að dæma er svo eiginlega ekki. Það átti reyndar ekki heldur við sigurvegarann í ár, Mini ALL4, sem átti að byggja á Mini Clubman bílnum. Þessi bíll Peugeot er á 37 tommu dekkjum og er aðeins með drif á tveimur hjólum. Hár á velli á sínum 37 tommu dekkjum.
Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent