Íslenskur fjallabíll í framleiðslu Jón Júlíus Karlsson skrifar 15. apríl 2014 19:29 Framleiðsla á alíslenskum fjallabíl er að hefjast hér á landi og standa vonir til að fyrsti bílinn komi á göturnar í lok árs. Bíllinn er hannaður af Íslendingum og verður settur saman á Íslandi. Ari Arnórsson er stofnandi Ísar sem á morgun mun ganga frá sölu á þremur alíslenskum Ísar TorVeg fjallabílum til ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. Segja má að blað verði brotið í íslenskri bílasögu en ekki hefur áður verið hannaður og raðsmíðaður íslenskur bíll hér á landi. Ari hefur lengi gengið með þá hugmynd í kollinum að hanna fjallabíl sem mæti sérstaklega þörfum ferðaþjónustu- og björgunafólks.Á götu og jöklum „Þetta eru stórjeppar sem eru í mikilli breidd og eru þess vegna minni um sig. Það geta fimm farþegar setið þversum. Markmiðin eru einföld: Þetta eiga að vera færustu, hæfustu götuskráðir jeppar sem geta verið á götu og farið yfir jökkla,“ segir Ari. Ekki sé verið að finna upp hjólið. Íhlutir bílsins verði erlendir en öll hönnun sé íslensk og bíllinn settur saman á Íslandi. Hann hefur fengið til liðs við sig íslenska sérfræðinga en markmiðið er að bíllinn hafi endingu á við farþegaþotur. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa. „Áhugi þeirra sem ætla og þurfa að nota þessi tæki er einlægur. Nú hafa allmargir notendur þessara tækja keypt hlutafé í þessu litla fyrirtæki til þess að ýta því á flot,“ segir Ari. ÍsarTorVeg fjallabíllinn verður framleiddur í nokkrum útgáfum, 7-18 manna. Stefnt er að því að bíllinn verði mun hagkvæmari fyrir ferðaþjónustufyrirtæki en þeir bílar sem nú eru á markaði. Hvað mun hinn íslenski fjallabíll kosta? „Vonandi verður það sambærilegt og að kaupa nýjan Range Rover. Það er ekki raunhæft að smíða svona tæki og selja undir 20 milljónum króna.“ Viðskipti Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Framleiðsla á alíslenskum fjallabíl er að hefjast hér á landi og standa vonir til að fyrsti bílinn komi á göturnar í lok árs. Bíllinn er hannaður af Íslendingum og verður settur saman á Íslandi. Ari Arnórsson er stofnandi Ísar sem á morgun mun ganga frá sölu á þremur alíslenskum Ísar TorVeg fjallabílum til ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. Segja má að blað verði brotið í íslenskri bílasögu en ekki hefur áður verið hannaður og raðsmíðaður íslenskur bíll hér á landi. Ari hefur lengi gengið með þá hugmynd í kollinum að hanna fjallabíl sem mæti sérstaklega þörfum ferðaþjónustu- og björgunafólks.Á götu og jöklum „Þetta eru stórjeppar sem eru í mikilli breidd og eru þess vegna minni um sig. Það geta fimm farþegar setið þversum. Markmiðin eru einföld: Þetta eiga að vera færustu, hæfustu götuskráðir jeppar sem geta verið á götu og farið yfir jökkla,“ segir Ari. Ekki sé verið að finna upp hjólið. Íhlutir bílsins verði erlendir en öll hönnun sé íslensk og bíllinn settur saman á Íslandi. Hann hefur fengið til liðs við sig íslenska sérfræðinga en markmiðið er að bíllinn hafi endingu á við farþegaþotur. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa. „Áhugi þeirra sem ætla og þurfa að nota þessi tæki er einlægur. Nú hafa allmargir notendur þessara tækja keypt hlutafé í þessu litla fyrirtæki til þess að ýta því á flot,“ segir Ari. ÍsarTorVeg fjallabíllinn verður framleiddur í nokkrum útgáfum, 7-18 manna. Stefnt er að því að bíllinn verði mun hagkvæmari fyrir ferðaþjónustufyrirtæki en þeir bílar sem nú eru á markaði. Hvað mun hinn íslenski fjallabíll kosta? „Vonandi verður það sambærilegt og að kaupa nýjan Range Rover. Það er ekki raunhæft að smíða svona tæki og selja undir 20 milljónum króna.“
Viðskipti Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira