Sportjeppinn Porsche Macan nálgast Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2014 09:57 Porsche Macan. Einn af mest spennandi bílum sem koma nýir til landsins í ár er án vafa Porsche Macan, nýi sportjeppinn frá þessum vandaða þýska sportbílaframleiðanda. Þetta er bíll sem er á verði sem kunnuglegt er fyrir jeppa sem hér eru seldir, eða um 11,9 milljónir. Þá er átt við þá gerð bílsins sem er með 3,0 lítra dísilvélinni, en bílinn má einnig fá með 340 og 400 hestafla bensínvélum, en þeir eru dýrari. Greinarritari var svo heppinn að fá að prófa allar gerðir hans í Þýskalandi á dögunum, nánar tiltekið í Leipzig, þar sem bíllinn er framleiddur. Sú gerð bílsins sem kom mest á óvart var einmitt dísilútgáfa hans með þessa 258 hestafla vél, en það er sama vélin og Porsche Cayenne er með. Hún er alveg frábær einnig í stóra bróðurnum, Cayenne, en þar sem Macan er öllu léttari bíll er hann þess snarpari með þessari vél, en hann er til að mynda aðeins 6,1 sekúndu í 100 km hraða. Það setur þennan bíl í flokk með öðrum sportbílum. Það er með ólíkindum hvað þessi vél orkar og togar heil ósköp og maður hreinlega gleymir því að hann sé með dísilvél. Búast má við því að flestir þeir Macan sem seljast hér á landi verði með þessari vél, enda lítil ástæða fyrir meira afli. Stóri kosturinn við dísilvélina er hinsvegar sá að hann eyðir mun minna en hinar gerðir bílsins.Dísilbíllinn ótrúlegurBílabúð Benna, söluaðili Porsche bíla á Íslandi mun kynna þennan bíl á sumardaginn fyrsta, þ.e. 24. apríl, eftir nokkra daga. Mikil eftirspurn er eftir þessum bíl um heim allan og ársframleiðsla hans er þegar upppöntuð, eða 50.000 bílar. Engu að síður hefur Bílabúð Benna tryggt sér nokkur eintök af bílnum og verður ábyggilega barist um þau, enda þar á ferð frábær bíll á viðráðanlegu verði. Hreinn unaður var að aka Macan, hvaða gerð sem hans sem prófuð var. Hann var reyndur í torfærubraut sem gerð var rétt fyrir utan verksmiðju Porsche í Leipzig. Þar var reynd dísilútgáfa bílsins og kom í ljós að bíllinn er afar fær um að glíma við erfiða færð, brekkur, drullu og hliðarhalla. Hann stóð sig frábærlega og öll aðstoðarkerfi hans tryggðu fyrirhafnarlausan akstur við erfiðustu aðstæður. Hreinlega fyndið var að prófa hann einnig á skemmtilegum almenningsvegum í nágrenni Leipzig og þegar við vorum með 2 bíla, annan með dísilvélinni og hinn með 400 hestafla bensínvélinni, fannst glöggt hvað dísilútgáfan var lítill eftirbátur kraftabílsins, en sáralitlu munaði að gefa þeim inn hlið við hlið, svo duglegur var dísilbíllinn.Fáránlegur stöðugleiki á vegiBílablaðamenn hafa allir lyft brúnum yfir gæðum þessa bíls og flestir þeirra, líklega eins og undirritaður áttu ekki von á svo góðum bíl í þessum sportjeppa og er hann enginn eftirbátur dýrari gerða Porsche bíla. Því keppast þeir nú að mæra þennan bíl og voru jafn hissa og ég að sjá hve vel hefur heppnast til hjá Porsche, eina ferðina enn. Ástæða er að minnast á reynslu okkar Íslendinganna sem fengum að reyna bílinn á kappakstursbraut sem einnig er við verksmiðjurnar í Leipzig. Þar fengu þeir virkilega að finna til tevatnsins og gríðarhraður akstur var ekkert mál fyrir Macan, alveg sama hvaða gerð hans var reynd. Svo hratt var hægt að aka bílnum að öllum fannst þeir vera að aka sportbíl. Á undan okkur fór reyndur kappakstursökumaður frá Porsche á 911 sportbílnum og ekki reyndist svo snúið að halda í við hann á brautinni og bílarnir þoldu svo mikið, vegna frábærra akstureiginleika að talsvert sá á dekkjunum eftir akstur okkar, enda engu hlíft. Flestir aðrir bílar hefðu líklega oltið í öllum hamagangnum, eða stöðugleiki bílsins er fáránlegur og veggrip engu líkt. Það er full ástæða fyrir þá sem smekk hafa fyrir frábærum aksturbílum, sem einnig eru tilvaldir fyrir íslenskar aðstæður, að skoða bílinn er hann verður kynntur á sumardaginn fyrsta. Þetta er hreiunt út sagt magnaður bíll og ég sem hafði efasemdir um hann í fyrstu. Þvílík hugdetta þegar Porsche er annarsvegar.Kynning bílsins í Leipzig. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent
Einn af mest spennandi bílum sem koma nýir til landsins í ár er án vafa Porsche Macan, nýi sportjeppinn frá þessum vandaða þýska sportbílaframleiðanda. Þetta er bíll sem er á verði sem kunnuglegt er fyrir jeppa sem hér eru seldir, eða um 11,9 milljónir. Þá er átt við þá gerð bílsins sem er með 3,0 lítra dísilvélinni, en bílinn má einnig fá með 340 og 400 hestafla bensínvélum, en þeir eru dýrari. Greinarritari var svo heppinn að fá að prófa allar gerðir hans í Þýskalandi á dögunum, nánar tiltekið í Leipzig, þar sem bíllinn er framleiddur. Sú gerð bílsins sem kom mest á óvart var einmitt dísilútgáfa hans með þessa 258 hestafla vél, en það er sama vélin og Porsche Cayenne er með. Hún er alveg frábær einnig í stóra bróðurnum, Cayenne, en þar sem Macan er öllu léttari bíll er hann þess snarpari með þessari vél, en hann er til að mynda aðeins 6,1 sekúndu í 100 km hraða. Það setur þennan bíl í flokk með öðrum sportbílum. Það er með ólíkindum hvað þessi vél orkar og togar heil ósköp og maður hreinlega gleymir því að hann sé með dísilvél. Búast má við því að flestir þeir Macan sem seljast hér á landi verði með þessari vél, enda lítil ástæða fyrir meira afli. Stóri kosturinn við dísilvélina er hinsvegar sá að hann eyðir mun minna en hinar gerðir bílsins.Dísilbíllinn ótrúlegurBílabúð Benna, söluaðili Porsche bíla á Íslandi mun kynna þennan bíl á sumardaginn fyrsta, þ.e. 24. apríl, eftir nokkra daga. Mikil eftirspurn er eftir þessum bíl um heim allan og ársframleiðsla hans er þegar upppöntuð, eða 50.000 bílar. Engu að síður hefur Bílabúð Benna tryggt sér nokkur eintök af bílnum og verður ábyggilega barist um þau, enda þar á ferð frábær bíll á viðráðanlegu verði. Hreinn unaður var að aka Macan, hvaða gerð sem hans sem prófuð var. Hann var reyndur í torfærubraut sem gerð var rétt fyrir utan verksmiðju Porsche í Leipzig. Þar var reynd dísilútgáfa bílsins og kom í ljós að bíllinn er afar fær um að glíma við erfiða færð, brekkur, drullu og hliðarhalla. Hann stóð sig frábærlega og öll aðstoðarkerfi hans tryggðu fyrirhafnarlausan akstur við erfiðustu aðstæður. Hreinlega fyndið var að prófa hann einnig á skemmtilegum almenningsvegum í nágrenni Leipzig og þegar við vorum með 2 bíla, annan með dísilvélinni og hinn með 400 hestafla bensínvélinni, fannst glöggt hvað dísilútgáfan var lítill eftirbátur kraftabílsins, en sáralitlu munaði að gefa þeim inn hlið við hlið, svo duglegur var dísilbíllinn.Fáránlegur stöðugleiki á vegiBílablaðamenn hafa allir lyft brúnum yfir gæðum þessa bíls og flestir þeirra, líklega eins og undirritaður áttu ekki von á svo góðum bíl í þessum sportjeppa og er hann enginn eftirbátur dýrari gerða Porsche bíla. Því keppast þeir nú að mæra þennan bíl og voru jafn hissa og ég að sjá hve vel hefur heppnast til hjá Porsche, eina ferðina enn. Ástæða er að minnast á reynslu okkar Íslendinganna sem fengum að reyna bílinn á kappakstursbraut sem einnig er við verksmiðjurnar í Leipzig. Þar fengu þeir virkilega að finna til tevatnsins og gríðarhraður akstur var ekkert mál fyrir Macan, alveg sama hvaða gerð hans var reynd. Svo hratt var hægt að aka bílnum að öllum fannst þeir vera að aka sportbíl. Á undan okkur fór reyndur kappakstursökumaður frá Porsche á 911 sportbílnum og ekki reyndist svo snúið að halda í við hann á brautinni og bílarnir þoldu svo mikið, vegna frábærra akstureiginleika að talsvert sá á dekkjunum eftir akstur okkar, enda engu hlíft. Flestir aðrir bílar hefðu líklega oltið í öllum hamagangnum, eða stöðugleiki bílsins er fáránlegur og veggrip engu líkt. Það er full ástæða fyrir þá sem smekk hafa fyrir frábærum aksturbílum, sem einnig eru tilvaldir fyrir íslenskar aðstæður, að skoða bílinn er hann verður kynntur á sumardaginn fyrsta. Þetta er hreiunt út sagt magnaður bíll og ég sem hafði efasemdir um hann í fyrstu. Þvílík hugdetta þegar Porsche er annarsvegar.Kynning bílsins í Leipzig.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent