Fótbolti

Halmstad skellt á útivelli | Guðmann kom inn á hjá Mjällby

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Baldvinsson var ekki á skotskónum í dag.
Guðjón Baldvinsson var ekki á skotskónum í dag. Mynd/HBK.se
Halmstad steinlá gegn Häcken á útivelli, 3-0, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þar sem Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson voru báðir í byrjunarliði gestanna.

Mostafa El Kabir kom heimamönnum yfir á 5. mínútu og SimonGustafsson jók forystuna í 2-0 tíu mínútum síðar. Ekki besta byrjunin hjá Halmstad.

Gestunum tókst ekki að koma boltanum í netið en á 79. mínútu, fjórum mínútum eftir að Kristinn Steindórsson var tekinn af velli, skoraði Häcken þriðja markið. Það gerði NasiruMohammed, 3-0.

Guðmann Þórisson spilaði fyrstu mínúturnar fyrir Mjällby þegar liðið sótti Norrköping heim í dag. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir PatrikIngelsten.

Mjällby komst yfir með marki AndreasBlomqvist á 29. mínútu en missti svo GbengaArokoyo af velli með beint rautt spjald rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Einum færri tókst gestunum ekki að verja öll þrjú stigin því RawezLawan skoraði jöfnunarmarkið fyrir Norrköping á 79. mínútu, 1-1, og þar við sat.

Arnór Ingvi Traustason hefur enn ekki komið við sögu hjá Norrköping á tímabilinu vegna meiðsla.

Halmstad er í botnsæti deildarinnar með eitt stig eftir þrjár umferðir og Mjällby er sæti ofar með jafnmörg stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×