Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Guttormur Árni Ársælsson skrifar 17. apríl 2014 22:15 Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. Travis Browne er 32 ára, frá Hawaii og rúmlega tveir metrar á hæð. Hann er gríðarlega höggþungur en hann hefur sigrað 12 af 16 bardögum sínum með rothöggi. Browne barðist þrisvar á síðasta ári og sigraði alla þrjá bardaga með rothöggi í fyrstu lotu. Í öllum níu UFC bardögum Browne hafa andstæðingar hans alltaf þótt sigurstranglegri hjá veðbönkum en Browne virðist sífellt koma á óvart. Hann hefur aðeins tapað einu sinni á ferlinum en bardaginn gegn Werdum verður sá fyrsti í UFC þar sem Browne þykir sigurstranglegri en veðbankar vestanhafs telja hann örlítið líklegri til að fara með sigur af hólmi. Fabricio Werdum barðist aðeins einu sinni á síðasta ári og það er næstum komið ár síðan Brasilíumaðurinn steig síðast inn í búrið. Werdum er svartbeltingur í brasilísku Jiu-Jitsu og margfaldur heimsmeistari í þeirri íþrótt. Hann er einnig tvöfaldur meistari á ADCC en það er sterkasta uppgjafarglímumót heims. Eitt af stærstu afrekum Werdum var að sigra Rússann Fedor Emelianenko og binda þar með enda á 10 ára sigurhrinu hans. Það er ljóst að Werdum hefur yfirhöndina þegar kemur að gólfglímunni en Browne er gífurlega höggþungur og gæti klárað bardagann með einu höggi. Werdum mun væntanlega gera allt sem hann getur til að ná bardaganum í gólfið. Það má þó ekki gleyma því að Werdum hefur bætt sparkboxið sitt gríðarlega á undanförnum tveimur árum. Þessir tveir kappar voru æfingarfélagar um stutt skeið fyrir fjórum árum síðan og lét Werdum hafa eftir sér í vikunni að hann hefði pakkað Browne saman á æfingum. Það þykir oftast óvirðing að tala opinberlega um það sem gerist á æfingum en Browne hefur hingað til sýnt mikla stillingu og ekki látið ummæli Werdum koma sér í uppnám. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og hefst útsendingin á miðnætti á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira
Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. Travis Browne er 32 ára, frá Hawaii og rúmlega tveir metrar á hæð. Hann er gríðarlega höggþungur en hann hefur sigrað 12 af 16 bardögum sínum með rothöggi. Browne barðist þrisvar á síðasta ári og sigraði alla þrjá bardaga með rothöggi í fyrstu lotu. Í öllum níu UFC bardögum Browne hafa andstæðingar hans alltaf þótt sigurstranglegri hjá veðbönkum en Browne virðist sífellt koma á óvart. Hann hefur aðeins tapað einu sinni á ferlinum en bardaginn gegn Werdum verður sá fyrsti í UFC þar sem Browne þykir sigurstranglegri en veðbankar vestanhafs telja hann örlítið líklegri til að fara með sigur af hólmi. Fabricio Werdum barðist aðeins einu sinni á síðasta ári og það er næstum komið ár síðan Brasilíumaðurinn steig síðast inn í búrið. Werdum er svartbeltingur í brasilísku Jiu-Jitsu og margfaldur heimsmeistari í þeirri íþrótt. Hann er einnig tvöfaldur meistari á ADCC en það er sterkasta uppgjafarglímumót heims. Eitt af stærstu afrekum Werdum var að sigra Rússann Fedor Emelianenko og binda þar með enda á 10 ára sigurhrinu hans. Það er ljóst að Werdum hefur yfirhöndina þegar kemur að gólfglímunni en Browne er gífurlega höggþungur og gæti klárað bardagann með einu höggi. Werdum mun væntanlega gera allt sem hann getur til að ná bardaganum í gólfið. Það má þó ekki gleyma því að Werdum hefur bætt sparkboxið sitt gríðarlega á undanförnum tveimur árum. Þessir tveir kappar voru æfingarfélagar um stutt skeið fyrir fjórum árum síðan og lét Werdum hafa eftir sér í vikunni að hann hefði pakkað Browne saman á æfingum. Það þykir oftast óvirðing að tala opinberlega um það sem gerist á æfingum en Browne hefur hingað til sýnt mikla stillingu og ekki látið ummæli Werdum koma sér í uppnám. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og hefst útsendingin á miðnætti á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira
Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45