Næsti ofurbíll Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2014 09:48 Vafalaust þekkja ekki margir til bílaframleiðandans Trion Supercars frá Kaliforníu. Þar á bæ er á leiðinni 2.000 hestafla ofurkerra, Trion Nemesis, sem á að velgja bílum eins og Koenigsegg Agera One:1 og Hennessey Venom GT undir uggum. Bílar Trion eru ætlaðir efnaðasta fólki heims, enda mun þessi bíll kosta 1 milljón dollara, eða 113 milljónir króna. Það er V8 vél með tveimur forþjöppum sem á að standa undir öllum þessum 2.000 hestöflum og verður hún tengd við 8 gíra sjálfskiptingu. Bíllinn á að ná 100 km hraða á 2,8 sekúndum og hámarkshraðinn 435 km/klst. Yfirbygging bílsins og undirvagn er úr koltrefjum. Fjöðrun bílsins og veghæð verður stillanleg. Þó þarna sé kominn sannkallaður ofurbíll er skott hans nógu stórt til að rúma golfsett og flest nútíma þægindi verða í honum. Trion Nemesis verður fáanlegur strax á næsta ári en mikla prófanir á bílnum munu fara fram í ár. Eini vandinn við stórtækar yfirlýsingar margra af smærri ofurbílaframleiðendum er að stundum er ekki staðið við stóru orðin og svo gæti orðið í þetta skiptið. Hvort bíllinn er heil 2.000 hestöfl, hvort hann verður til sölu strax á næsta ári, hvort hann verður ekki dýrari en 1 milljón dollara eða hvort hann á einhverntíma eftir að ná 435 km hraða efast margir um. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent
Vafalaust þekkja ekki margir til bílaframleiðandans Trion Supercars frá Kaliforníu. Þar á bæ er á leiðinni 2.000 hestafla ofurkerra, Trion Nemesis, sem á að velgja bílum eins og Koenigsegg Agera One:1 og Hennessey Venom GT undir uggum. Bílar Trion eru ætlaðir efnaðasta fólki heims, enda mun þessi bíll kosta 1 milljón dollara, eða 113 milljónir króna. Það er V8 vél með tveimur forþjöppum sem á að standa undir öllum þessum 2.000 hestöflum og verður hún tengd við 8 gíra sjálfskiptingu. Bíllinn á að ná 100 km hraða á 2,8 sekúndum og hámarkshraðinn 435 km/klst. Yfirbygging bílsins og undirvagn er úr koltrefjum. Fjöðrun bílsins og veghæð verður stillanleg. Þó þarna sé kominn sannkallaður ofurbíll er skott hans nógu stórt til að rúma golfsett og flest nútíma þægindi verða í honum. Trion Nemesis verður fáanlegur strax á næsta ári en mikla prófanir á bílnum munu fara fram í ár. Eini vandinn við stórtækar yfirlýsingar margra af smærri ofurbílaframleiðendum er að stundum er ekki staðið við stóru orðin og svo gæti orðið í þetta skiptið. Hvort bíllinn er heil 2.000 hestöfl, hvort hann verður til sölu strax á næsta ári, hvort hann verður ekki dýrari en 1 milljón dollara eða hvort hann á einhverntíma eftir að ná 435 km hraða efast margir um.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent