Enski boltinn

Tiger ekki með á Masters í fyrsta skipti í 20 ár

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tiger Woods er meiddur.
Tiger Woods er meiddur. Vísir/Getty
Tiger Woods, efsti kylfingur heimslistans, tilkynnti það á Twitter-síðu sinni nú rétt í þessu að hann verður ekki með á Masters-mótinu sem hefst á Agusta-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum í næstu viku.

Tiger fór í aðgerð vegna bakmeiðsla í byrjun vikunnar en klemmd taug hefur angrað hann í marga mánuði. Hann verður ekki í standi þegar mótið hefst á fimmtudaginn 10. apríl.

Þetta er í fyrsta skiptið í 20 ár sem Tiger verður ekki með á The Masters sem er fyrsta risamót hvers árs. Hann hefur unnið mótið fjórum sinnum, síðast árið 2005.

Þessi magnaði kylfingur fær því ekki tækifæri til að bæta 15. risatitlinum í safnið en honum hefur gengið illa að landa risatitlum síðan sá síðasti kom í hús á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008.

Tiger á einnig í hættu að missa efsta sæti heimslistans en Ástralinn Adam Scott er nú aðeins tíu stigum á eftir honum. Tiger hefur verið samtals í 677 vikur á toppi heimslistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×