Hið óumflýjanlega gerist Finnur Thorlacius skrifar 2. apríl 2014 16:30 Hvernig gat þetta farið öðruvísi en illa? Þegar slár vegna komandi lestar er lokaðar og ljós blikka stöðva sem betur fer flestir ökumenn för sína, en ekki þessi. Að svína fyrir lest telst seint gáfulegt, því hún getur ekki vikið. Árekstur þessi varð á dögunum í Houston í Texas og það afsakar ekki ökumanninn að þessi gatnamót bílaumferðar og lesta eru tiltölulega ný. Það einkennilega er að á þessum gatnamótum hafa orðið 18 árekstrar frá því 1. janúar. Svo virðist því að erfitt muni reynast að venja Texasbúa við svona gatnamót, því þeir þurfa að komast sinnar leiðar og það strax. Enginn meiddist alvarlega í árekstrinum, þótt ótrúlegt megi virðast en víst er að bíllinn er ónýtur. Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent
Hvernig gat þetta farið öðruvísi en illa? Þegar slár vegna komandi lestar er lokaðar og ljós blikka stöðva sem betur fer flestir ökumenn för sína, en ekki þessi. Að svína fyrir lest telst seint gáfulegt, því hún getur ekki vikið. Árekstur þessi varð á dögunum í Houston í Texas og það afsakar ekki ökumanninn að þessi gatnamót bílaumferðar og lesta eru tiltölulega ný. Það einkennilega er að á þessum gatnamótum hafa orðið 18 árekstrar frá því 1. janúar. Svo virðist því að erfitt muni reynast að venja Texasbúa við svona gatnamót, því þeir þurfa að komast sinnar leiðar og það strax. Enginn meiddist alvarlega í árekstrinum, þótt ótrúlegt megi virðast en víst er að bíllinn er ónýtur.
Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent