Smábílar seljast vel í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 3. apríl 2014 10:53 Mitsubishi Mirage og Chevrolet Spark. Í landi hinna stóru bíla bregður svo við að smábílar eru farnir að seljast vel. Bandaríkjamenn hafa ekki verið ýkja hrifnir af smábílum sem flestir hafa verið hannaðir fyrir Evrópumarkað, Japan og aðra þá markaði þar sem smábílar höfða mikið til kaupenda. Það á einmitt við Chevrolet Spark sem er þó framleiddur af Bandarískum framleiðanda, General Motors. Nú ber svo við að Spark selst mjög vel þar vestra og í síðasta mánuði seldust 5.117 eintök af bílnum og jókst salan um 44,6% frá fyrra ári. Ennfremur er salan góð á öðrum smábíl, Mitsubishi Mirage, en sala á honum hófst á síðasta ári. Vonir Mitsubishi voru bundnar við að selja 7.000 bíla á ári, en nú þegar á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur þeirri sölu verið náð. Ef sala þess bíls heldur áfram á þessum nótum má Mitsubishi búast við að selja 28.000 Mirage á árinu, ef til vill fleiri ef aukningin heldur áfram. Sala Spark gæti með sömu forsendum náð yfir 60.000 bílum á árinu. Hingað til hafa Bandaríkjamenn ekki sætt sig við minni bíla en Toyota Corolla eða Honda Civic, en þeir seljast báðir mjög vel þar. Því er þessi nýi bílaflokkur smábíla að ryðja nýjar brautir í bílalandinu. Ódýrasta gerð Spark kostar um 12.000 dollara í Bandaríkjunum, um 1.350.000 krónur. Lág eyðsla þessara bíla og heppileg stærð í borgum virðist nú höfða til margra kaupenda, en kannski á hækkandi eldsneytisverð stærstan þátt í þessari þróun. Búast má við að fleiri bílaframleiðendur komi í kjölfar Chevrolet og Mitsubishi og kynni smábíla sína fyrir Bandaríkjamönnum á næstunni. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent
Í landi hinna stóru bíla bregður svo við að smábílar eru farnir að seljast vel. Bandaríkjamenn hafa ekki verið ýkja hrifnir af smábílum sem flestir hafa verið hannaðir fyrir Evrópumarkað, Japan og aðra þá markaði þar sem smábílar höfða mikið til kaupenda. Það á einmitt við Chevrolet Spark sem er þó framleiddur af Bandarískum framleiðanda, General Motors. Nú ber svo við að Spark selst mjög vel þar vestra og í síðasta mánuði seldust 5.117 eintök af bílnum og jókst salan um 44,6% frá fyrra ári. Ennfremur er salan góð á öðrum smábíl, Mitsubishi Mirage, en sala á honum hófst á síðasta ári. Vonir Mitsubishi voru bundnar við að selja 7.000 bíla á ári, en nú þegar á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur þeirri sölu verið náð. Ef sala þess bíls heldur áfram á þessum nótum má Mitsubishi búast við að selja 28.000 Mirage á árinu, ef til vill fleiri ef aukningin heldur áfram. Sala Spark gæti með sömu forsendum náð yfir 60.000 bílum á árinu. Hingað til hafa Bandaríkjamenn ekki sætt sig við minni bíla en Toyota Corolla eða Honda Civic, en þeir seljast báðir mjög vel þar. Því er þessi nýi bílaflokkur smábíla að ryðja nýjar brautir í bílalandinu. Ódýrasta gerð Spark kostar um 12.000 dollara í Bandaríkjunum, um 1.350.000 krónur. Lág eyðsla þessara bíla og heppileg stærð í borgum virðist nú höfða til margra kaupenda, en kannski á hækkandi eldsneytisverð stærstan þátt í þessari þróun. Búast má við að fleiri bílaframleiðendur komi í kjölfar Chevrolet og Mitsubishi og kynni smábíla sína fyrir Bandaríkjamönnum á næstunni.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent