Mars besti bílasölumánuður í Bretlandi í 10 ár Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2014 10:36 Bílar seljast vel í Bretlandi þessa dagana. Motoring Bílasala í Bretlandi var mjög góð í fyrra en hefur náð nýjum hæðum nú í ár. Í nýliðnum mars var bílasala þar 17,7% meiri en í sama mánuði í fyrra og hefur svo mikill vöxtur ekki sést lengi. Sala bíla í mars er reyndar sú næst mesta á mánuði frá upphafi. Heildaraukningin í bílasölu þar sem af er árinu í Bretlandi stendur nú í 13,7%. Sala rafmagns- og tvinnbíla jókst um 63,8% milli ára í mars og hefur aldrei verið meiri. Mikill efnahagslegur uppgangur er nú í Bretlandi, eftir langa lægð og mikil uppsöfnuð þörf skapast vegna kaupa á bílum. Spáð er áframhaldandi mikilli sölu á bílum í Bretlandi út árið. Vöxtur í bílasölu er óvíða meiri í Evrópu en í Bretlandi, en söluaukningin á Íslandi er þó sýnu meiri það sem af er ári. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent
Bílasala í Bretlandi var mjög góð í fyrra en hefur náð nýjum hæðum nú í ár. Í nýliðnum mars var bílasala þar 17,7% meiri en í sama mánuði í fyrra og hefur svo mikill vöxtur ekki sést lengi. Sala bíla í mars er reyndar sú næst mesta á mánuði frá upphafi. Heildaraukningin í bílasölu þar sem af er árinu í Bretlandi stendur nú í 13,7%. Sala rafmagns- og tvinnbíla jókst um 63,8% milli ára í mars og hefur aldrei verið meiri. Mikill efnahagslegur uppgangur er nú í Bretlandi, eftir langa lægð og mikil uppsöfnuð þörf skapast vegna kaupa á bílum. Spáð er áframhaldandi mikilli sölu á bílum í Bretlandi út árið. Vöxtur í bílasölu er óvíða meiri í Evrópu en í Bretlandi, en söluaukningin á Íslandi er þó sýnu meiri það sem af er ári.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent