Mercedes Benz aldrei selt fleiri bíla á mánuði Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2014 15:00 Mercedes Benz E-Class Betterparts Í nýliðnum mars seldi Mercedes Benz fleiri bíla en fyrirtækið hefur nokkurntíma gert. Fjöldi seldra bíla í mars var 158.523 og á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur Mercedes Benz aldrei afhent fleiri bíla en nú, eða 15% fleiri en í fyrra. Mikil sala hefur verið í E-Class línunni, en einnig hefur góð sala í GLA-, CLA-, B- og A-Class bílum Mercedes Benz. Þessi mikla söluaukning kemur í kjölfar mjög góðs árs hjá Mercedes Benz í fyrra. Vöxtur Mercedes Benz er á öllum þeim mörkuðum sem bílar fyrirtækisins eru seldir. Þó ber söluaukningin í Kína hæst, sem var 34% og er það söluhæsti markaður fyrir bíla Mercedes Benz. Í Bandaríkjunum var 11% aukning og 8% í Evrópu, en aðeins varð 1% aukning í sölu í heimalandinu Þýskalandi. Salan hjá undirmerki Benz, Smart dalaði um 9% og seldust aðeins 9.555 bílar í þeim mánuði. Mercedes Benz hefur uppi áætlanir að fara fram úr bæði BMW og Audi í sölu bíla við enda þessa áratugar og ætlar í því augnamiði að kynna 30 nýjar bílgerðir fram til ársins 2020 og munu 12 þeirra ekki eiga neinn forvera. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent
Í nýliðnum mars seldi Mercedes Benz fleiri bíla en fyrirtækið hefur nokkurntíma gert. Fjöldi seldra bíla í mars var 158.523 og á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur Mercedes Benz aldrei afhent fleiri bíla en nú, eða 15% fleiri en í fyrra. Mikil sala hefur verið í E-Class línunni, en einnig hefur góð sala í GLA-, CLA-, B- og A-Class bílum Mercedes Benz. Þessi mikla söluaukning kemur í kjölfar mjög góðs árs hjá Mercedes Benz í fyrra. Vöxtur Mercedes Benz er á öllum þeim mörkuðum sem bílar fyrirtækisins eru seldir. Þó ber söluaukningin í Kína hæst, sem var 34% og er það söluhæsti markaður fyrir bíla Mercedes Benz. Í Bandaríkjunum var 11% aukning og 8% í Evrópu, en aðeins varð 1% aukning í sölu í heimalandinu Þýskalandi. Salan hjá undirmerki Benz, Smart dalaði um 9% og seldust aðeins 9.555 bílar í þeim mánuði. Mercedes Benz hefur uppi áætlanir að fara fram úr bæði BMW og Audi í sölu bíla við enda þessa áratugar og ætlar í því augnamiði að kynna 30 nýjar bílgerðir fram til ársins 2020 og munu 12 þeirra ekki eiga neinn forvera.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent