Garcia í forystu á Shell Houston Open 5. apríl 2014 12:29 Sergio Garcia leiðir í Texas. Vísir/Getty Sergio Garcia fór á kostum á öðrum hring Shell Houston Open sem fram fer í Texas en Spánverjinn lék á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann er samtals á 12 höggum undir pari þegar að mótið er hálfnað en í öðru sæti kemur Bandaríkjamaðurinn sterki Matt Kuchar á 11 höggum undir. Nokkrir kylfingar eru jafnir í þriðja sæti á átta höggum undir pari.Rory McIlroy er með á mótinu að þessu sinni en hann hefur farið rólega af stað og er á þremur höggum undir pari eftir hringina tvo. Phil Mickelson hélt líka áfram að spila vel eftir að hafa þurft að draga sig úr leik vegna meiðsla á Valspar meistaramótinu í síðustu viku en hann er sex undir pari og gæti með góðum hring í dag blandað sér í toppbaráttuna. Á meðan að PGA mótaröðin stoppar í Texas eru allir bestu kvenkylfingar heims samankomnir á Mission Hills vellinum í Kalíforníuríki þar sem fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu fer fram, Kraft Nabisco meistaramótið. Þar leiða þær Se Ri Pak og Lexi Thompson eftir tvo hringi en þær eru samtals á sjö höggum undir pari. Thompson spilaði magnað golf í gær og kom inn á 64 höggum eða átta undir pari og verður hún því að teljast líkleg til afreka um helgina. Á eftir þeim kemur Michelle Wie á sex undir en á fimm undir, jafnar í fjórða sæti, eru þær Cristie Kerr og Shanshan Feng. Hin 15 ára gamla Bandaríkjastúlka, Angel Yin, sem var í toppbaráttunni eftir fyrsta hring og vakti mikla athygli áhorfenda lék annan hringinn sjö höggum yfir pari og spilaði sig nánast út úr mótinu. Mikil veisla verður á Golfstöðinni um helgina en sýnt verður beint frá bæði Shell Houston Open og Kraft Nabisco meistaramótinu. Hefst bein útsending frá Texas klukkan 17:00 í dag en klukkan 22:00 hefst bein útsending frá Kraft Nabisco. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sergio Garcia fór á kostum á öðrum hring Shell Houston Open sem fram fer í Texas en Spánverjinn lék á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann er samtals á 12 höggum undir pari þegar að mótið er hálfnað en í öðru sæti kemur Bandaríkjamaðurinn sterki Matt Kuchar á 11 höggum undir. Nokkrir kylfingar eru jafnir í þriðja sæti á átta höggum undir pari.Rory McIlroy er með á mótinu að þessu sinni en hann hefur farið rólega af stað og er á þremur höggum undir pari eftir hringina tvo. Phil Mickelson hélt líka áfram að spila vel eftir að hafa þurft að draga sig úr leik vegna meiðsla á Valspar meistaramótinu í síðustu viku en hann er sex undir pari og gæti með góðum hring í dag blandað sér í toppbaráttuna. Á meðan að PGA mótaröðin stoppar í Texas eru allir bestu kvenkylfingar heims samankomnir á Mission Hills vellinum í Kalíforníuríki þar sem fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu fer fram, Kraft Nabisco meistaramótið. Þar leiða þær Se Ri Pak og Lexi Thompson eftir tvo hringi en þær eru samtals á sjö höggum undir pari. Thompson spilaði magnað golf í gær og kom inn á 64 höggum eða átta undir pari og verður hún því að teljast líkleg til afreka um helgina. Á eftir þeim kemur Michelle Wie á sex undir en á fimm undir, jafnar í fjórða sæti, eru þær Cristie Kerr og Shanshan Feng. Hin 15 ára gamla Bandaríkjastúlka, Angel Yin, sem var í toppbaráttunni eftir fyrsta hring og vakti mikla athygli áhorfenda lék annan hringinn sjö höggum yfir pari og spilaði sig nánast út úr mótinu. Mikil veisla verður á Golfstöðinni um helgina en sýnt verður beint frá bæði Shell Houston Open og Kraft Nabisco meistaramótinu. Hefst bein útsending frá Texas klukkan 17:00 í dag en klukkan 22:00 hefst bein útsending frá Kraft Nabisco.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira