Agi í ríkisfjármálum mikilvægari en nýr gjaldmiðill Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. apríl 2014 21:30 Krónan er ekkert að fara á næstunni. Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Meira máli skipti að koma böndum á ríkisfjármálin en að skipta um gjaldmiðil.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Gjaldmiðlaumræða var fyrirferðamikil en í gær lofaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, íslensku krónuna og sagði hana vera lykilþátt í því að á Íslandi væri atvinnuleysi minna en í öllum 28 ríkjum Evrópusambandins. „Við teljum að krónan sé ekki að fara á næstunni. Við teljum að við séum á þeim stað að hún verði áfram og við eigum að sjálfsögðu að nýta kosti hennar,“ segir Hanna Birna. Hún segir mikilvægara að ná fram auknum aga í ríkisfjármálum en að skipta um gjaldmiðil. „Ég er þeirrar skoðunar og hef mörgum sinnum sagt það að krónan er ekkert annað en mælitæki á ástandið í efnahagslífinu almennt. Við þurfum að tileikna okkur ríkari aga.“ Guðmundur segir greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að skerpa stefnu sína í Evrópumálum. Flokkurinn sé búinn að hverfa frá þeirri gjaldmiðlastefnu sem samþykkt var á síðasta landsfundi. „Ég heyrði ekki betur í kosningabaráttunni en að þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn nýverið ályktað á landsfundi að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Þá voru skilaboðin að það ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðanna. Núna er tónninn þess að þjóðin eigi ekki að fara í ESB; krónan er fín. Það hefði verið betra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði sagt þetta svona í kosningabaráttunni og kjósendur hefðu getað tekið upplýsta ákvörðun,“ sagði Guðmundur.Ekki klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum Stofnun nýs evrópusinnaðs hægri flokks hefur verið í umræðunni síðustu vikur. Hanna Birna er ósammála því að um klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum sé að ræða. „Ég veit ekki hvort það sé réttnefni að segja klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta yrði frekar flokkur sem leggur áherslu á Evrópumálin og aðild að Evrópusambandinu. Það getur vel verið að slíkur flokkur myndi hafa áhrif á alla stjórnmálaflokka en alls ekki einungis Sjálfstæðisflokkinn.“ ESB-málið Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Sjá meira
Krónan er ekkert að fara á næstunni. Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Meira máli skipti að koma böndum á ríkisfjármálin en að skipta um gjaldmiðil.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Gjaldmiðlaumræða var fyrirferðamikil en í gær lofaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, íslensku krónuna og sagði hana vera lykilþátt í því að á Íslandi væri atvinnuleysi minna en í öllum 28 ríkjum Evrópusambandins. „Við teljum að krónan sé ekki að fara á næstunni. Við teljum að við séum á þeim stað að hún verði áfram og við eigum að sjálfsögðu að nýta kosti hennar,“ segir Hanna Birna. Hún segir mikilvægara að ná fram auknum aga í ríkisfjármálum en að skipta um gjaldmiðil. „Ég er þeirrar skoðunar og hef mörgum sinnum sagt það að krónan er ekkert annað en mælitæki á ástandið í efnahagslífinu almennt. Við þurfum að tileikna okkur ríkari aga.“ Guðmundur segir greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að skerpa stefnu sína í Evrópumálum. Flokkurinn sé búinn að hverfa frá þeirri gjaldmiðlastefnu sem samþykkt var á síðasta landsfundi. „Ég heyrði ekki betur í kosningabaráttunni en að þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn nýverið ályktað á landsfundi að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Þá voru skilaboðin að það ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðanna. Núna er tónninn þess að þjóðin eigi ekki að fara í ESB; krónan er fín. Það hefði verið betra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði sagt þetta svona í kosningabaráttunni og kjósendur hefðu getað tekið upplýsta ákvörðun,“ sagði Guðmundur.Ekki klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum Stofnun nýs evrópusinnaðs hægri flokks hefur verið í umræðunni síðustu vikur. Hanna Birna er ósammála því að um klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum sé að ræða. „Ég veit ekki hvort það sé réttnefni að segja klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta yrði frekar flokkur sem leggur áherslu á Evrópumálin og aðild að Evrópusambandinu. Það getur vel verið að slíkur flokkur myndi hafa áhrif á alla stjórnmálaflokka en alls ekki einungis Sjálfstæðisflokkinn.“
ESB-málið Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Sjá meira