Þriggja hjóla Yamaha Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 15:45 Þriggja hjóla Yamaha. Hvaða mótorhjólaframleiðandi ætlar ekki að taka þátt í þriggja hjóla æðinu sem nú virðist hafið? Yamaha hefu kynnt eitt slíkt hjól með 125 cc fjögurra strokka mótor og CVT sjálfskiptingu. Hjólið er afar létt, eða aðeins 152 kíló og segir Yamaha að þar fari léttasta þriggja hjóla farkosturinn sem í boði er. Þyngdardreifingin er 50/50 á framhjólin og afturhjól og það hallar sé í beygjum með svokölluðu „Multi Wheel System“ og er mjög stöðugt hvort sem ekið er beint eða í beygjum. LED ljós eru bæði að framan og aftan á því og diskabremsur eru einnig að framan og aftan. Hjólið á að eyða mjög litlu og Yamaha segir að það að eiga það kosti eigandann einkar lítið að reka það. Þetta hjól verður aðeins í boði í Evrópu til að byrja með og kostar 4.000 Evrur, eða um 630.000 kr. Það kemur á markað í sumar og kaupendur þess geta valið um fjóra liti. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent
Hvaða mótorhjólaframleiðandi ætlar ekki að taka þátt í þriggja hjóla æðinu sem nú virðist hafið? Yamaha hefu kynnt eitt slíkt hjól með 125 cc fjögurra strokka mótor og CVT sjálfskiptingu. Hjólið er afar létt, eða aðeins 152 kíló og segir Yamaha að þar fari léttasta þriggja hjóla farkosturinn sem í boði er. Þyngdardreifingin er 50/50 á framhjólin og afturhjól og það hallar sé í beygjum með svokölluðu „Multi Wheel System“ og er mjög stöðugt hvort sem ekið er beint eða í beygjum. LED ljós eru bæði að framan og aftan á því og diskabremsur eru einnig að framan og aftan. Hjólið á að eyða mjög litlu og Yamaha segir að það að eiga það kosti eigandann einkar lítið að reka það. Þetta hjól verður aðeins í boði í Evrópu til að byrja með og kostar 4.000 Evrur, eða um 630.000 kr. Það kemur á markað í sumar og kaupendur þess geta valið um fjóra liti.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent