Nicklaus: Tiger Woods getur enn bætt metið mitt Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 16:15 Jack Nicklaus og Tiger Woods hafa unnið 32 risatitla samtals. Vísir/Getty Jack Nicklaus, af mörgum talinn besti kylfingur sögunnar, trúir því enn að Tiger Woods geti unnið fleiri risamót en hann áður en ferli Tigers lýkur. Nicklaus vann 18 risamót á sínum langa og farsæla ferli, þar af Masters-mótið sex sinnum en það hefst í dag. Nicklaus er rétt eins og Tiger einn af aðeins þremur mönnum sem unnið hefur Masters-mótið tvö ár í röð. Tiger fær ekki tækifæri til að bæta 15. risatitlinum í safnið um helgina því hann er fjarverandi vegna bakmeiðsla. Þetta er í fyrsta skiptið í 20 ár sem Tiger er ekki með á Mastersmótinu. „Ég held enn að hann geti bætt metið mitt. Svo lengi sem hann er heill heilsu. Ég finn til með Tiger. Hann hefur virkilega verið að stefna að því að ná metinu,“ sagði Nicklaus í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Tiger vann síðast risamót árið 2008 þegar hann fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu. Síðan þá hefur þessum 38 ára gamla kylfingi ekki tekist að bæta risatitli í safnið. Hann hefur aftur á móti verið sjóðheitur á PGA-mótaröðinni undanfarin misseri en hann er búin að vinna 79 slík mót og komst upp í annað sætið yfir fjölda sigra á mótaröðinni í fyrra. Nicklas vann 73 PGA-mót en á toppnum er Sam Snead sem vann 82 PGA-mót árin 1936–1965. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jack Nicklaus, af mörgum talinn besti kylfingur sögunnar, trúir því enn að Tiger Woods geti unnið fleiri risamót en hann áður en ferli Tigers lýkur. Nicklaus vann 18 risamót á sínum langa og farsæla ferli, þar af Masters-mótið sex sinnum en það hefst í dag. Nicklaus er rétt eins og Tiger einn af aðeins þremur mönnum sem unnið hefur Masters-mótið tvö ár í röð. Tiger fær ekki tækifæri til að bæta 15. risatitlinum í safnið um helgina því hann er fjarverandi vegna bakmeiðsla. Þetta er í fyrsta skiptið í 20 ár sem Tiger er ekki með á Mastersmótinu. „Ég held enn að hann geti bætt metið mitt. Svo lengi sem hann er heill heilsu. Ég finn til með Tiger. Hann hefur virkilega verið að stefna að því að ná metinu,“ sagði Nicklaus í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Tiger vann síðast risamót árið 2008 þegar hann fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu. Síðan þá hefur þessum 38 ára gamla kylfingi ekki tekist að bæta risatitli í safnið. Hann hefur aftur á móti verið sjóðheitur á PGA-mótaröðinni undanfarin misseri en hann er búin að vinna 79 slík mót og komst upp í annað sætið yfir fjölda sigra á mótaröðinni í fyrra. Nicklas vann 73 PGA-mót en á toppnum er Sam Snead sem vann 82 PGA-mót árin 1936–1965.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira