„Besta veganesti sem hægt er að gefa barni að biðja með því“ Frosti Logason skrifar 9. apríl 2014 16:37 MYND/ Kirkjan.is „Það að segja að Guð elski þig sem manneskju en fordæmi ástina sem þú berð... það er bara ofbeldi“ sagði Sigurvin Jónsson, sóknarprestur í Lauganeskirkju er hann mætti í spjall í útvarpsþáttinn Harmageddon í vikunni. Hann var þar kominn til þess að kynna sýningu kvikmyndarinnar God Loves Uganda sem sýnd var í kirkjunni í gær með pallborðsumræðum á eftir. Sigurvin er með frjálslyndari prestum Þjóðkirkjunnar en hann hélt meðal annars svokallaða Regnbogamessu á sama tíma og Biskupinn yfir Íslandi, Agnes M. Sigurðardóttir, ögraði samkynhneigðum með mætingu sinni á Hátíð vonar, þar sem heiðursgestur var sjónvarpspredikarinn Franklin Graham, en hann er heimsþekktur fyrir kröftugan áróður sinn gegn samkynhneigð. Sigurvin lýsti því yfir í viðtalinu að trúarlegur áróður gegn samkynhneigð væri ekkert annað en ofbeldi og var í kjölfarið spurður að því hvort hann væri ekki með þessu í mótsögn við trúsystkini sín og kennisetningar Biblíunnar. Sigurvin vildi meina að textar sem beri með sér andúð í garð samkynhneigðar, sem til að mynda má finna í Páli Postula og þriðju Mósebók, hefðu aldrei verið miðlægir í kristnum átrúnaði fyrr enn bara núna nýlega, og þá til þess eins að berja á samkynhneigðum. Hann sagði Biblíunna ekki vera fullkomið rit enda snérist málið ekki um það heldur hvernig hún væri notuð. Það væri aldrei réttlætanlegt að nota Biblíuna til þess að berja á fólki. Þegar Sigurvin var spurður út í heimsóknir hans í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og hvort hann teldi það eðlilegt að vera með trúboð á slíkum vettvangi sagðist hann vera þeirrar trúar að besta veganesti sem hægt væri að gefa börnum væri að biðja með þeim. Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér. Harmageddon Mest lesið Glott tímarit - Bull er framtíðin Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Sannleikurinn: Elsta systkinið mest óþolandi Harmageddon Fannst ekki spennandi að spila Little Talks fimm sinnum á dag Harmageddon Freysi með Stjána Stuð og Soffíu Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Blóðugt myndband Diktu Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Elektrótónlist með sprengjuleitarvélmenni Ríkislögreglustjóra Harmageddon
„Það að segja að Guð elski þig sem manneskju en fordæmi ástina sem þú berð... það er bara ofbeldi“ sagði Sigurvin Jónsson, sóknarprestur í Lauganeskirkju er hann mætti í spjall í útvarpsþáttinn Harmageddon í vikunni. Hann var þar kominn til þess að kynna sýningu kvikmyndarinnar God Loves Uganda sem sýnd var í kirkjunni í gær með pallborðsumræðum á eftir. Sigurvin er með frjálslyndari prestum Þjóðkirkjunnar en hann hélt meðal annars svokallaða Regnbogamessu á sama tíma og Biskupinn yfir Íslandi, Agnes M. Sigurðardóttir, ögraði samkynhneigðum með mætingu sinni á Hátíð vonar, þar sem heiðursgestur var sjónvarpspredikarinn Franklin Graham, en hann er heimsþekktur fyrir kröftugan áróður sinn gegn samkynhneigð. Sigurvin lýsti því yfir í viðtalinu að trúarlegur áróður gegn samkynhneigð væri ekkert annað en ofbeldi og var í kjölfarið spurður að því hvort hann væri ekki með þessu í mótsögn við trúsystkini sín og kennisetningar Biblíunnar. Sigurvin vildi meina að textar sem beri með sér andúð í garð samkynhneigðar, sem til að mynda má finna í Páli Postula og þriðju Mósebók, hefðu aldrei verið miðlægir í kristnum átrúnaði fyrr enn bara núna nýlega, og þá til þess eins að berja á samkynhneigðum. Hann sagði Biblíunna ekki vera fullkomið rit enda snérist málið ekki um það heldur hvernig hún væri notuð. Það væri aldrei réttlætanlegt að nota Biblíuna til þess að berja á fólki. Þegar Sigurvin var spurður út í heimsóknir hans í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og hvort hann teldi það eðlilegt að vera með trúboð á slíkum vettvangi sagðist hann vera þeirrar trúar að besta veganesti sem hægt væri að gefa börnum væri að biðja með þeim. Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér.
Harmageddon Mest lesið Glott tímarit - Bull er framtíðin Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Sannleikurinn: Elsta systkinið mest óþolandi Harmageddon Fannst ekki spennandi að spila Little Talks fimm sinnum á dag Harmageddon Freysi með Stjána Stuð og Soffíu Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Blóðugt myndband Diktu Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Elektrótónlist með sprengjuleitarvélmenni Ríkislögreglustjóra Harmageddon