Golf 40 ára Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2014 13:15 Volkswagen Golf GTI af fyrstu og síðustu kynslóð. Autoblog Þann 29. mars árið 1974 rann fyrsti Volkswagen Golf-bíllinn af færibandinu í Wolfsburg í Þýskalandi. Hann selst enn í gríðarlegu magni, nú af sjöundu kynslóð bílsins. Volkswagen Golf hefur selst í yfir 30 milljón eintökum á þessum 40 árum. Svo vel var nýjustu kynslóð bílsins tekið í fyrra að hann var bæði kjörinn bíll ársins í Evrópu sem og heiminum öllum. Golf var í upphafi hugsaður af Volkswagen sem arftaki Bjöllunnar og hefur sannarlega staðið undir því nafni. Stærsta breytingin var fólgin í því að hafa vélina frammí bílnum og með framhjóladrifi. Það hefur haldist allt til dagsins í dag, þó svo fá megi Golf með fjórhjóladrifi nú að auki.Önnur kynslóð Volkswagen GolfBjallan seldist í 21,5 milljón eintökum á sínum tíma, svo Golf hefur nú gert gott betur en Bjallan gamla í sölu. Golf var strax svo vel tekið að í október árið 1976 var strax búið að selja 1 milljón bíla, aðeins rúmum tveimur árum eftir kynningu hans. Fyrsti Golf GTI bíllinn sá dagsins ljós árið 1976 og sama ár kom fyrsti Golf-inn með dísilvél. Golf með blæju kom svo á markað árið 1979 og var hann lengi vel söluhæsti blæjubíll í heimi. Fyrsti fjórhjóladrifni Golf kom svo fram þetta sama ár, 1979. Fyrsti Golf-inn með beinni innspýtingu (FSI) kom fram árið 2002 og það ár kynnti Volkswagen einnig Golf R32 með 6 strokka vél sem náði 250 km/klst og næsta ár þar á eftir fékk sá bíll DSG-skiptingu með tvöfaldri kúplingu. Þriðja kynslóð Volkswagen GolfSjötta kynslóð Golf seldist í tæplega 3 milljónum eintaka á 4 árum frá 2008 til 2012 og eyðslugrennsta útgáfa hans notaði aðeins 3,8 lítra á hverja 100 kílómetra. Sjöunda kynslóð bílsins var svo kynnt í september á síðasta ári og léttist bíllinn um 100 kg milli kynslóða og var byggður á MQB undirvagninum, sem svo margir bílar Volkswagen bílafjölskyldunnar eru byggðir á í dag. Nú má fá Golf sem gengur einungis fyrir rafmagni og kemst hann 190 km á hleðslunni. Síðastliðið sumar var 30 milljónasti Golf-bíllinn smíðaður og má búast við að þeir verði orðnir 31 milljón síðari hluta næsta sumars.Fjórða kynslóð Volkswagen GolfFimmta kynslóð Volkswagen GolfSjötta kynslóð Volkswagen GolfSjöunda kynslóð Volkswagen Golf Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent
Þann 29. mars árið 1974 rann fyrsti Volkswagen Golf-bíllinn af færibandinu í Wolfsburg í Þýskalandi. Hann selst enn í gríðarlegu magni, nú af sjöundu kynslóð bílsins. Volkswagen Golf hefur selst í yfir 30 milljón eintökum á þessum 40 árum. Svo vel var nýjustu kynslóð bílsins tekið í fyrra að hann var bæði kjörinn bíll ársins í Evrópu sem og heiminum öllum. Golf var í upphafi hugsaður af Volkswagen sem arftaki Bjöllunnar og hefur sannarlega staðið undir því nafni. Stærsta breytingin var fólgin í því að hafa vélina frammí bílnum og með framhjóladrifi. Það hefur haldist allt til dagsins í dag, þó svo fá megi Golf með fjórhjóladrifi nú að auki.Önnur kynslóð Volkswagen GolfBjallan seldist í 21,5 milljón eintökum á sínum tíma, svo Golf hefur nú gert gott betur en Bjallan gamla í sölu. Golf var strax svo vel tekið að í október árið 1976 var strax búið að selja 1 milljón bíla, aðeins rúmum tveimur árum eftir kynningu hans. Fyrsti Golf GTI bíllinn sá dagsins ljós árið 1976 og sama ár kom fyrsti Golf-inn með dísilvél. Golf með blæju kom svo á markað árið 1979 og var hann lengi vel söluhæsti blæjubíll í heimi. Fyrsti fjórhjóladrifni Golf kom svo fram þetta sama ár, 1979. Fyrsti Golf-inn með beinni innspýtingu (FSI) kom fram árið 2002 og það ár kynnti Volkswagen einnig Golf R32 með 6 strokka vél sem náði 250 km/klst og næsta ár þar á eftir fékk sá bíll DSG-skiptingu með tvöfaldri kúplingu. Þriðja kynslóð Volkswagen GolfSjötta kynslóð Golf seldist í tæplega 3 milljónum eintaka á 4 árum frá 2008 til 2012 og eyðslugrennsta útgáfa hans notaði aðeins 3,8 lítra á hverja 100 kílómetra. Sjöunda kynslóð bílsins var svo kynnt í september á síðasta ári og léttist bíllinn um 100 kg milli kynslóða og var byggður á MQB undirvagninum, sem svo margir bílar Volkswagen bílafjölskyldunnar eru byggðir á í dag. Nú má fá Golf sem gengur einungis fyrir rafmagni og kemst hann 190 km á hleðslunni. Síðastliðið sumar var 30 milljónasti Golf-bíllinn smíðaður og má búast við að þeir verði orðnir 31 milljón síðari hluta næsta sumars.Fjórða kynslóð Volkswagen GolfFimmta kynslóð Volkswagen GolfSjötta kynslóð Volkswagen GolfSjöunda kynslóð Volkswagen Golf
Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent