Ætlar að halda leggöngunum Frosti Logason skrifar 31. mars 2014 17:32 Harmageddon ræddi við heimsfrægan klámmyndaleikara í morgun. Maðurinn heitir Buck Angel og er þekktastur fyrir það leika í svæsnum hommaklámmyndum, sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þessa að Buck fæddist sem stelpa. Hann er sem sagt flokkaður sem transmaður eftir hefðbundnum skilgreiningum en sjálfur segist hann bara vera karlmaður með leggöng. Buck Angel er nú farinn að ferðast um allann heim þar sem hann er fenginn til þess að tala á LGBT ráðstefnum sem virtur lífsráðgjafi. Hann sagði Harmageddon frá því að þrátt fyrir að hann hafi aldrei farið á stefnumót með strákum þá finnist honum frábært að stunda kynlíf með þeim. Sjálfur hefur hann átt kærustur og er reyndar nýlega skilinn við eiginkonu sína til margra ára. Um klámið segir Buck að hver og einn verði að mynda sér sína eigin skoðun á því. Hann hafnar því þó að klám sé niðurlægjandi fyrir þá sem taka þátt í því. Sjálfur segist hann vera femínisti og í hans huga hefur klámið frekar eflt konur heldur en að niðurlægja þær. Aðspurður sagðist Buck ekki hafa heyrt það áður að Íslendingar hefðu átt fyrsta samkynhneigða forsætisráðherra heimsins, en honum þótti það mjög merkilegt og sagðist ólmur vilja heimsækja land og þjóð við fyrtsa tækifæri. Viðtalið við Buck má sjá á myndbandinu hér að ofan. Harmageddon Video Skroll Harmageddon Mest lesið Sætar stelpur kúka líka Harmageddon Harmageddon fer til Færeyja Harmageddon #FreeTheNipple er byltingarkennt af mörgum ástæðum Harmageddon Foo Fighters á leynitónleikum undir nafninu The Holy Shits Harmageddon Rokkprófið - Prins póló vs. Karlotta í Vicky Harmageddon Gítarleikari Sonic Youth með ókeypis gítarkennslu Harmageddon Er Sweet Child O' Mine stolið? Harmageddon Rokkprófið - Björgvin Halldórsson vs. Erpur Eyvindarson Harmageddon Lay Low frumsýnir nýtt myndband Harmageddon Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Harmageddon
Harmageddon ræddi við heimsfrægan klámmyndaleikara í morgun. Maðurinn heitir Buck Angel og er þekktastur fyrir það leika í svæsnum hommaklámmyndum, sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þessa að Buck fæddist sem stelpa. Hann er sem sagt flokkaður sem transmaður eftir hefðbundnum skilgreiningum en sjálfur segist hann bara vera karlmaður með leggöng. Buck Angel er nú farinn að ferðast um allann heim þar sem hann er fenginn til þess að tala á LGBT ráðstefnum sem virtur lífsráðgjafi. Hann sagði Harmageddon frá því að þrátt fyrir að hann hafi aldrei farið á stefnumót með strákum þá finnist honum frábært að stunda kynlíf með þeim. Sjálfur hefur hann átt kærustur og er reyndar nýlega skilinn við eiginkonu sína til margra ára. Um klámið segir Buck að hver og einn verði að mynda sér sína eigin skoðun á því. Hann hafnar því þó að klám sé niðurlægjandi fyrir þá sem taka þátt í því. Sjálfur segist hann vera femínisti og í hans huga hefur klámið frekar eflt konur heldur en að niðurlægja þær. Aðspurður sagðist Buck ekki hafa heyrt það áður að Íslendingar hefðu átt fyrsta samkynhneigða forsætisráðherra heimsins, en honum þótti það mjög merkilegt og sagðist ólmur vilja heimsækja land og þjóð við fyrtsa tækifæri. Viðtalið við Buck má sjá á myndbandinu hér að ofan.
Harmageddon Video Skroll Harmageddon Mest lesið Sætar stelpur kúka líka Harmageddon Harmageddon fer til Færeyja Harmageddon #FreeTheNipple er byltingarkennt af mörgum ástæðum Harmageddon Foo Fighters á leynitónleikum undir nafninu The Holy Shits Harmageddon Rokkprófið - Prins póló vs. Karlotta í Vicky Harmageddon Gítarleikari Sonic Youth með ókeypis gítarkennslu Harmageddon Er Sweet Child O' Mine stolið? Harmageddon Rokkprófið - Björgvin Halldórsson vs. Erpur Eyvindarson Harmageddon Lay Low frumsýnir nýtt myndband Harmageddon Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Harmageddon