Fótbolti

Chadli gaf Tottenham von í Portúgal | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tottenham féll í kvöld úr leik í Evrópudeild UEFA eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Benfica í Portúgal.

Benfica vann fyrri leikinn í Lundúnum, 3-1, og vonir þeirra ensku ekki miklar fyrir kvöldið. Ekki skánaði það svo þegar Ezequel Garay kom Benfica yfir með marki úr skalla á 34. mínútu.

En Nacir Chadli skoraði tvívegis með skömmu millibili þegar rúmar tíu mínútur voru eftir og þá þurfti Tottenham aðeins eitt mark í viðbót til að knýja fram framlengingu.

Gylfi Þór Sigurðsson, sem spilaði allan leikinn í kvöld, komst nálægt því að skora markið mikilvæga þegar skalli hans var varinn. En Benfica gerði svo út um rimmuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma og niðurstaðan því 5-3 samanlagður sigur heimamanna.

Fyrr í kvöld komst Íslendingaliðið AZ Alkmaar áfram eftir 1-0 samanlagðan sigur á Anzhi frá Rússlandi.

Þá er Juventus komið áfram eftir 1-0 sigur liðsins á Fiorentina í kvöld. Andrea Pirlo skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu en Fiorentina missti mann af velli með rautt spjald. Juventus vann samanlagt, 2-1.

Lyon er komið áfram með samanlögðum sigri á tékkneska liðinu Viktoria Plzen, 5-3, þrátt fyrir að hafa tapað síðari leiknum í Tékklandi í kvöld, 2-1. Valencia vann svo Ludogorets Razgrad 1-0 í kvöld og 4-0 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×