Þjóðverjar heillast af Jójó 20. mars 2014 19:00 Steinunn Sigurðardóttir og Guðrún Vilmundardóttir Vísir/Úr einkasafni/Anton Brink Jójó, skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, sem út kom hjá Bjarti 2011 er nú nýútkomin í Þýskalandi og hefur vakið athygli. „Fyrstu viðbrögð þar eru einfaldlega frábær og hefur Hamburger Abendblatt valið hana eina af tíu bestu bókum vorsins í Þýskalandi,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „Kvöldblaðið í Hamborg kallaði bókina kannski undursamlegastu bók þessa vors,“ heldur hún áfram. Ferill Steinunnar í Þýskalandi er langur, nær allt aftur til 1997, og hafa skáldsögur hennar almennt hlotið góðar undirtektir gagnrýnenda. Jójó er sjöunda skáldsaga Steinunnar á þýsku, í þýðingu Colettu Burling, og komur út hjá útgáfurisanum Rowohlt þar í landi. Þá kom ljóðabók Steinunnar, Ástarljóð af landi, út 2011, í tvítyngdri viðhafnarútgáfu, með vatnslitamyndum Georgs Guðna, sem voru meðal síðustu verka hans. Ljóðabókin heitir á þýsku: Sternenstaub auf den Fingerkuppen. Steinunn er nýkomin af bókamessunni í Leipzig, en það er ein stærsta bókamessa Þýskalands, þar sem lesendur eru í öndvegi, en ekki bara fagmenn, einsog til dæmis í Frankfurt. „Steinunn hafði þann heiður að opna Bláa sófann, en helstu viðburðir hátíðarinnar fara fram í þessum fræga bláa sófa. Steinunn svaraði þar spurningum um Jójó, sem var svo þar að auki kynnt með fimm upplestrum víðs vegar um borgina meðan á bókamessunni stóð. Hinn síðasti var í Listasafni Leipzig, Museum der Bildende Kunste, þar sem Steinunn las fyrir fullum sal af áheyrendum innanum nútímalistaverk,“ segir Guðrún og bætir við að Steinunn kynni verk sín á þýsku og lesi upp úr þýsku þýðingunni. Steinunn er bókuð í Jójó upplestra til hausts, þar á meðal í norrænu sendiráðunum í Berlín um miðjan apríl og í fjórum Bókmenntahúsum í Þýskalandi, eða Literaturhaus, sem eru öflugar bókmenntastofnanir og eftirsóttar til upplestra. Í næstu viku kemur Steinunn fram í einum helsta menningarsjónvarpsþætti Þýskalands, Kulturzeit hjá 3Sat. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Jójó, skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, sem út kom hjá Bjarti 2011 er nú nýútkomin í Þýskalandi og hefur vakið athygli. „Fyrstu viðbrögð þar eru einfaldlega frábær og hefur Hamburger Abendblatt valið hana eina af tíu bestu bókum vorsins í Þýskalandi,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „Kvöldblaðið í Hamborg kallaði bókina kannski undursamlegastu bók þessa vors,“ heldur hún áfram. Ferill Steinunnar í Þýskalandi er langur, nær allt aftur til 1997, og hafa skáldsögur hennar almennt hlotið góðar undirtektir gagnrýnenda. Jójó er sjöunda skáldsaga Steinunnar á þýsku, í þýðingu Colettu Burling, og komur út hjá útgáfurisanum Rowohlt þar í landi. Þá kom ljóðabók Steinunnar, Ástarljóð af landi, út 2011, í tvítyngdri viðhafnarútgáfu, með vatnslitamyndum Georgs Guðna, sem voru meðal síðustu verka hans. Ljóðabókin heitir á þýsku: Sternenstaub auf den Fingerkuppen. Steinunn er nýkomin af bókamessunni í Leipzig, en það er ein stærsta bókamessa Þýskalands, þar sem lesendur eru í öndvegi, en ekki bara fagmenn, einsog til dæmis í Frankfurt. „Steinunn hafði þann heiður að opna Bláa sófann, en helstu viðburðir hátíðarinnar fara fram í þessum fræga bláa sófa. Steinunn svaraði þar spurningum um Jójó, sem var svo þar að auki kynnt með fimm upplestrum víðs vegar um borgina meðan á bókamessunni stóð. Hinn síðasti var í Listasafni Leipzig, Museum der Bildende Kunste, þar sem Steinunn las fyrir fullum sal af áheyrendum innanum nútímalistaverk,“ segir Guðrún og bætir við að Steinunn kynni verk sín á þýsku og lesi upp úr þýsku þýðingunni. Steinunn er bókuð í Jójó upplestra til hausts, þar á meðal í norrænu sendiráðunum í Berlín um miðjan apríl og í fjórum Bókmenntahúsum í Þýskalandi, eða Literaturhaus, sem eru öflugar bókmenntastofnanir og eftirsóttar til upplestra. Í næstu viku kemur Steinunn fram í einum helsta menningarsjónvarpsþætti Þýskalands, Kulturzeit hjá 3Sat.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira