Fótbolti

Sherwood: Leikmenn styðja mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tim Sherwood, stjóri Tottenham.
Tim Sherwood, stjóri Tottenham. Vísir/Getty
Tim Sherwood, stjóri Tottenham, var ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í Evrópudeild UEFA.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Tottenham og var nálægt því að skora mark sem hefði getað tryggt liðinu framlengingu.

En leiknum í Portúgal í kvöld lyktaði með 2-2 jafntefli og þar með 5-3 samanlögðum sigri Benfica.

Sherwood gagnrýndi hugarfar leikmanna sinna eftir 4-0 tap liðsins gegn Chelsea fyrr í mánuðinum en kvartaði ekki í kvöld.

„Fólk velti fyrir sér fyrir leikinn hvort að leikmennirnir væru á mínu bandi,“ sagði Sherwood eftir leikinn í kvöld.

„En það var augljóst að þeir styðja mig. Þeir börðust fyrir málstaðinn og þessi skammarræða mín skaðaði þá ekki. Þeir sýndu hvað býr í þeim og þurfa að gera það áfram til loka tímabilsins.“

„Það eru margir erfiðir leikir eftir en ég er sannfærðir um að strákarnir munu áfram sýna sitt rétta andlit.“


Tengdar fréttir

Sherwood lét leikmenn heyra það

Tim Sherwood, knattspyrnustjóri Tottenham, gagnrýndi leikmenn sína harkalega eftir 4-0 tap liðsins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×