Adam Scott leiðir á Arnold Palmer Invitational eftir frábæran fyrsta hring 21. mars 2014 00:18 Adam Scott var sjóðandi heitur á Bay Hill í dag. AP/Vísir Ástralinn Adam Scott átti hreint út sagt magnaðan fyrsta hring á Arnold Palmer Invitational mótinu en hann jafnaði vallarmetið á hinum fræga Bay Hill velli í Flórída eftir að hafa leikið á 62 höggum eða 10 undir pari. Scott fékk tvo erni og sjö fugla á hringnum en hann leiðir mótið með þremur höggum og gæti með sigri komist upp fyrir Tiger Woods í efsta sæti heimslistans. Í öðru sæti eru Ryo Ishikawa og John Merrick á sjö undir pari en einn í fjórða sæti er spænski kylfingurinn Gonzalo Fdez-Castano á sex undir. Nokkur þekkt nöfn eru á fimm höggum undir pari, meðal annars Brandt Snedeker og Paul Casey en aðstæður á Bay Hill vellinum til að skora vel voru mjög góðar í dag. Lítill vindur, rúmlega 30 stiga hiti og skýin héldu sólinni úr augum keppenda. Tilþrif dagsins átti þó Graeme McDowell sem lék fyrsta hring á fjórum höggum undir pari en hann setti niður 24 metra pútt fyrir erni á sjöttu holu. Hringur númer tvö fer fram á morgun og hefst bein útsending á Golfstöðinni klukkan 19:00. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ástralinn Adam Scott átti hreint út sagt magnaðan fyrsta hring á Arnold Palmer Invitational mótinu en hann jafnaði vallarmetið á hinum fræga Bay Hill velli í Flórída eftir að hafa leikið á 62 höggum eða 10 undir pari. Scott fékk tvo erni og sjö fugla á hringnum en hann leiðir mótið með þremur höggum og gæti með sigri komist upp fyrir Tiger Woods í efsta sæti heimslistans. Í öðru sæti eru Ryo Ishikawa og John Merrick á sjö undir pari en einn í fjórða sæti er spænski kylfingurinn Gonzalo Fdez-Castano á sex undir. Nokkur þekkt nöfn eru á fimm höggum undir pari, meðal annars Brandt Snedeker og Paul Casey en aðstæður á Bay Hill vellinum til að skora vel voru mjög góðar í dag. Lítill vindur, rúmlega 30 stiga hiti og skýin héldu sólinni úr augum keppenda. Tilþrif dagsins átti þó Graeme McDowell sem lék fyrsta hring á fjórum höggum undir pari en hann setti niður 24 metra pútt fyrir erni á sjöttu holu. Hringur númer tvö fer fram á morgun og hefst bein útsending á Golfstöðinni klukkan 19:00.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira