Formúla 1

McLaren verður hálfri sekúndu hraðari

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Kevin Magnussen í McLaren bílnum
Kevin Magnussen í McLaren bílnum Vísir/Getty
McLaren leiðir keppni bílasmiða eftir fyrstu keppni tímabilsins. Báðir ökumenn liðsins komust á verðlaunapall. Nýliðinn Kevin Magnussen í öðru sæti og Jenson Button í þriðja.

Þrátt fyrir það var liðið töluvert á eftir Mercedes hvað varðar hraða. Ron Dennis, framkvæmdastjóri liðsins, segir að bílar liðsins verði hálfri sekúndu hraðari en ella í Malasíu. Hann viðurkennir að þessi framför muni ekki duga til að ná Mercedes bílunum.

„Þegar langt er á milli keppnislanda er erfiðara að þróa bílinn en við munum gera okkar besta“ segir Ron Dennis.

Búist er við að McLaren komi með frekar umfangsmiklar uppfærslur í næstu keppni í Malasíu. Liðið rennir blint í sjóinn með þessar uppfærslur þar sem ekki tókst að prófa þær á æfingum fyrir tímabilið. Æfingarnar snérust aðallega um áreiðanleika vélanna.

Keppnin í Malasíu fer fram sunnudaginn 30. mars og tímatakan er daginn áður að vanda.


Tengdar fréttir

Ron Dennis snéri aftur til að sigra keppnir

Síðasta tímabil var það versta fyrir McLaren síðan árið 1980. Þetta leiddi til þess að keppnisstjóri liðsins, Martin Whitmarsh var tekinn út úr liðinu.

Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik

Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×