Formúla 1

Verðum að standa saman

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stefano Domenicali.
Stefano Domenicali. Vísir/Getty
Stefano Domenicali, liðsstjóri Ferrari í Formúlu 1, vill ekki að sínir menn eyði tíma í að hugsa um hvað hefði betur mátt fara í vetur heldur einbeita sér að því að bæta bílinn.

Hvorki FernandoAlonsoKimi Raikkonen komust á pall í fyrstu keppni ársins í Ástralíu og viðurkennir Domenicali að Ferrari-liðið er á eftir keppinautum sínum eins og staðan er núna.

„Nú þurfa allir bara að vinna sína vinnu án þess að benda á hvorn annan og kenna hvor öðrum um,“ segir liðsstjórinn.

„Sem lið verðum við að bregðast við saman og það hef ég beðið alla verkfræðingana og allt mitt fólk að gera.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×