Hart sótt að Adam Scott á þriðja hring 23. mars 2014 11:04 Keegan Bradley spilaði sig inn í toppbaráttuna í gær. AP/Vísir Þriðji hringur á Arnold Palmer Invitational golfmótinu sem fram fer á Bay Hill vellinum í Flórída fór fram í gær en fyrir hringinn hafði ástralski kylfingurinn Adam Scott sjö högga forystu á næstu menn og mótið virtist nánast vera búið. Það var þó hart sótt að Scott á þriðja hring en hann byrjaði hann mjög illa og fékk tvo skolla á fyrstu fimm holunum. Það nýttu nokkrir kylfingar sér í toppbaráttunni en um tíma var forysta hans komin niður í eitt högg. Hann tók sig þó saman í andlitinu á seinni níu holunum og kláraði hringinn á 71 höggi eða einu undir pari en hann er 15 höggum undir pari í mótinu. Þrátt fyrir að Scott hafi tekist að bjarga þriðja hringnum sínum þá unnu margir keppendur á hann, meðal annars fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley sem kom inn á 66 höggum í gær eða sex undir. Hann er í öðru sæti, þremur höggum á eftir Adam Scott á samtals 13 höggum undir. Bandaríkjamennirnir Matt Every og Jason Kokrak eru jafnir í þriðja sæti á 12 undir pari en Chesson Hadley og Ítalinn Francesco Molinari eru á 11 höggum undir pari í fimmta sæti. Það er því nóg af öflugum kylfingum sem gætu gert atlögu að Adam Scott í dag en hann hefur leitt mótið nánast frá byrjun. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 16:30 í dag. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þriðji hringur á Arnold Palmer Invitational golfmótinu sem fram fer á Bay Hill vellinum í Flórída fór fram í gær en fyrir hringinn hafði ástralski kylfingurinn Adam Scott sjö högga forystu á næstu menn og mótið virtist nánast vera búið. Það var þó hart sótt að Scott á þriðja hring en hann byrjaði hann mjög illa og fékk tvo skolla á fyrstu fimm holunum. Það nýttu nokkrir kylfingar sér í toppbaráttunni en um tíma var forysta hans komin niður í eitt högg. Hann tók sig þó saman í andlitinu á seinni níu holunum og kláraði hringinn á 71 höggi eða einu undir pari en hann er 15 höggum undir pari í mótinu. Þrátt fyrir að Scott hafi tekist að bjarga þriðja hringnum sínum þá unnu margir keppendur á hann, meðal annars fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley sem kom inn á 66 höggum í gær eða sex undir. Hann er í öðru sæti, þremur höggum á eftir Adam Scott á samtals 13 höggum undir. Bandaríkjamennirnir Matt Every og Jason Kokrak eru jafnir í þriðja sæti á 12 undir pari en Chesson Hadley og Ítalinn Francesco Molinari eru á 11 höggum undir pari í fimmta sæti. Það er því nóg af öflugum kylfingum sem gætu gert atlögu að Adam Scott í dag en hann hefur leitt mótið nánast frá byrjun. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 16:30 í dag.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira