Formúla 1

Framfarir Red Bull hughreysta Vettel

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Sebastian Vettel að reyna að ná Mark Webber í Malasíu í fyrra.
Sebastian Vettel að reyna að ná Mark Webber í Malasíu í fyrra. Vísir/Getty
Þrátt fyrir skelfilega helgi í Ástralíu, þar sem fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hóf keppni í 13. sæti og lauk svo keppni snemma vegna vélarbilunnar, vonar hann að nú horfi til betri vegar. Liðið hefur náð gríðaregum framförum að undanförnu.

„Það er enn margt sem við þurfum að gera við bílinn en það var hughreystandi að sjá að hraðinn var meiri en við bjuggumst vð í Ástralíu“ sagði Vettel.

Vettel vann keppnina í Malasíu 2013 á mjög umdeildan hátt. Hann hunsaði fyrirmæli frá liðinu og tók fram úr fyrrverandi liðsfélaga sínum, Mark Webber. Skömmu eftir keppnina gaf Webber út að hann ætlaði að hætta í Formúlu 1.

Hitinn í Malasíu mun verða liðunum áskorun. Vélarnar sem teknar voru í notkun í ár þurfa mun meiri kælingu en vélar fyrri ára. Líklega munu liðin því mæta til keppni næstu helgi með stærri loftgöt í yfirbyggingunni til að sinna aukinni kæliþörf.

Malasíukappaksturinn fer fram næstu helgi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tímatakan klukkan 7:50 á laugardagsmorgun og keppnin klukkan 7:30 á sunnudagsmorgun. 


Tengdar fréttir

Red Bull er með góðan bíl

Jenson Button, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður McLaren-liðsins, segir að Red Bull-bíllinn sé góður. Hann segir Red Bull hafa sýnt það á æfingum að bíllinn sé vel hannaður.

Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki

Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji.

Engir yfirburðir hjá Vettel í ár

Sebastian Vettel er ekki með sama forskot og áður í formúlu eitt en fyrsti kappakstur tímabilsins fer fram í Ástralíu um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×