Sebastian Loeb vill metið í Goodwood Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2014 16:00 Sebastian Loeb verður aldrei saddur af titlum og metum og hann hyggst bæta einu meti í safnið í sumar. Í júní verður hið þekkta brekkuklifur í Goodwood Festival of Speed haldið sem fyrr þann mánuð og þar ætlar Loeb að ná metinu af Nick Heidfeld. Það met er komið til ára sinna, enda frá því 1999. Þá ók Heidfeld Mclaren MP4/13 bíl til sigurs og hefur tími hans ekki verið bættur síðan. Sebastian Loeb ætlar að aka á sama Peugeot 208 T16 bíl og hann setti Pikes Peak metið í brekkuklifri á í fyrra. Þar rústaði hann metinu svo svakalega að engum sögum fer af öðru eins. Bíll Loeb er 875 hestöfl og jafn mörg kíló og með stærri afturvæng en Airbus A380 flugvél! Bíll hans er svo öflugur að hann er einn fárra bíla heims sem eru færir um að skáka Formúlu 1 bílum og Loeb er einmitt maðurinn til að aka honum. Ef hann ekki mun klessukeyra bílnum á leiðinni upp, mun hann vafalaust ná metinu. Í myndskeiðinu hér að ofan sést Sebastian Loeb setja metið í Pikes Peak brekkuklifrinu. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent
Sebastian Loeb verður aldrei saddur af titlum og metum og hann hyggst bæta einu meti í safnið í sumar. Í júní verður hið þekkta brekkuklifur í Goodwood Festival of Speed haldið sem fyrr þann mánuð og þar ætlar Loeb að ná metinu af Nick Heidfeld. Það met er komið til ára sinna, enda frá því 1999. Þá ók Heidfeld Mclaren MP4/13 bíl til sigurs og hefur tími hans ekki verið bættur síðan. Sebastian Loeb ætlar að aka á sama Peugeot 208 T16 bíl og hann setti Pikes Peak metið í brekkuklifri á í fyrra. Þar rústaði hann metinu svo svakalega að engum sögum fer af öðru eins. Bíll Loeb er 875 hestöfl og jafn mörg kíló og með stærri afturvæng en Airbus A380 flugvél! Bíll hans er svo öflugur að hann er einn fárra bíla heims sem eru færir um að skáka Formúlu 1 bílum og Loeb er einmitt maðurinn til að aka honum. Ef hann ekki mun klessukeyra bílnum á leiðinni upp, mun hann vafalaust ná metinu. Í myndskeiðinu hér að ofan sést Sebastian Loeb setja metið í Pikes Peak brekkuklifrinu.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent