Innlent

Byrjað að lægja

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Veður er byrjað að ganga niður á sunnan- og vestanverðu landinu. Lægja mun á svæðinu á næstu klukkutímum fram að hádegi. Þegar er byrjað að lægja á Gufuskálum á Snæfellsnesi og vindur kominn í 13 metra á sekúndu þar. Þó er enn mjög hvasst austar á nesinu, samkvæmt veðurfræðingi.

Í nótt mældist úrkoman í Grundarfirði 51,1 mmm. Þá hefur mestur vindur mælst á Kolgrafafjarðarbrú, 29,4 m/s, við Grundarfjörð og á Búlandshöfða, 29,3 m/s,  vestan við Ólafsvík. 30,2 m/s vindur mældist á hálendinu.


Tengdar fréttir

Ófært vegna hvassviðris

Aftakaveður er víða á Suður- og Vesturlandi og er vindhraðinn sumstaðar svo mikill, að ófært er á nokkrum leiðum vegna hvassviðris.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×