Fótbolti

Ísland tapaði í fyrsta leik á móti Úkraínu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þorlákur Árnason er þjálfari U17 ára liðsins.
Þorlákur Árnason er þjálfari U17 ára liðsins. Vísir/Getty
Íslenska drengjalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Úkraínu, 2-0, í fyrsta leik liðsins í milliriðli undankeppni Evrópumótsins 2014 en leikið er í Portúgal.

Drengirnir fengu á sig mark á versta tíma, þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og Úkraínumenn því yfir þegar flautað var til leikhlés, 1-0.

Eftir aðeins þrjár mínútur í seinni hálfleik bætti RostyslavTaranukh við öðru marki fyrir Úkraínu en það fyrra skoraði OleksijGutsuliak.

Íslenska liðið skaut sex sinnum á markið án þess að skora en bæði skot Úkraínu sem rötuðu á rammann lágu í netinu.

Ekki góð byrjun hjá okkar drengjum sem eiga eftir tvo leiki í riðlinum gegn Portúgal og Lettlandi. Þau lið eigast við núna en leikurinn var að hefjast.

Lið Íslands: Sindri Ólafsson; Bjarki Viðarsson (Darri Sigþórsson 57.), Axel Andréssson, Anton Freyr Hauksson, Sindri Scheving; Stefán Bjarni Hjaltested (Ólafur Hrafn Kjartansson 49.), Ernir Bjarnason, Grétar Snær Gunnarsson (Fannar Sævarsson 62.), Ragnar Már Lárusson; Viktor Karl Einarsson, Óttar Steinn Karlsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×