1.000 hestafla Toyota í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2014 16:00 Toyota TS030 Hybrid. Hingað til hefur mest verið fjallað um endurkomu Porsche í Le Mans þolaksturskappaksturinn á þessu ári og bíla Audi sem hafa verið ósigrandi á síðustu árum. Það er ekki þar með sagt að enginn annar framleiðandi geri tilkall til titilsins á þessu ári. Toyota mun senda þennan 1.000 hestafla tvinnbíl til leiks þetta árið. Hann ber nafnið Toyota TS030 Hybrid og var kynntur í dag í suðurhluta Frakklands. Le mans kappaksturinn ím ár mun fara fram þann 14. júní og verður það í 82. skiptið sem hann er haldinn. Audi hefur unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum og er að sjálfsögðu sigurstranglegasta liðið nú sem fyrr. Mesta breytingin sem orðið hefur á Toyota bílnum nú er að hann er orðinn fjórhjóladrifinn. Hann er með 3,7 lítra V8 vél og skilar hún 513 hestöflum en rafmagnsmótorar sjá um restina. Bíllinn verður 25% sparneytnari en sá bíll sem Toyota tefldi fram á síðasta ári og á betra loftflæði hlut í þeirri bætingu. Toyota mun senda 2 svona bíla til keppni og þeir hafa gert breytingar á liðsskipan bíla sinna. Í ár munu Alex Wurz, Stéphane Sarrazin og Kazuki Nakajima aka öðrum bílnum til skiptis og Anthony Davidson, Nicolas Lapierre og Sébastien Buemi hinum.Rennileg og aflmikil Toyota. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Hingað til hefur mest verið fjallað um endurkomu Porsche í Le Mans þolaksturskappaksturinn á þessu ári og bíla Audi sem hafa verið ósigrandi á síðustu árum. Það er ekki þar með sagt að enginn annar framleiðandi geri tilkall til titilsins á þessu ári. Toyota mun senda þennan 1.000 hestafla tvinnbíl til leiks þetta árið. Hann ber nafnið Toyota TS030 Hybrid og var kynntur í dag í suðurhluta Frakklands. Le mans kappaksturinn ím ár mun fara fram þann 14. júní og verður það í 82. skiptið sem hann er haldinn. Audi hefur unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum og er að sjálfsögðu sigurstranglegasta liðið nú sem fyrr. Mesta breytingin sem orðið hefur á Toyota bílnum nú er að hann er orðinn fjórhjóladrifinn. Hann er með 3,7 lítra V8 vél og skilar hún 513 hestöflum en rafmagnsmótorar sjá um restina. Bíllinn verður 25% sparneytnari en sá bíll sem Toyota tefldi fram á síðasta ári og á betra loftflæði hlut í þeirri bætingu. Toyota mun senda 2 svona bíla til keppni og þeir hafa gert breytingar á liðsskipan bíla sinna. Í ár munu Alex Wurz, Stéphane Sarrazin og Kazuki Nakajima aka öðrum bílnum til skiptis og Anthony Davidson, Nicolas Lapierre og Sébastien Buemi hinum.Rennileg og aflmikil Toyota.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent