Nico Rosberg varð þriðji á Mercedes bíl sínum á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg er spenntur fyrir keppninni á sunnudag og vill gjarnan reyna að ná öðrum sigri sem fyrst. Hann vann fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu fyrir tvemur vikum.
Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari bíl sínum á fyrri æfingunni. Raikkonen var greinilega mikið ánægðari með uppstillingu bílsins. Hann var alls ekki ánægður með bílinn í Ástralíu. Raikkonen varð aftur annar á seinni æfingunni aðeins 0,035 sekúndum á eftir Rosberg.
Fernando Alonso á Ferrari, náði einungis ellefta besta tíma á fyrri æfingunni, hann náði svo sjötta besta hring seinni æfingarinnar.
Red Bull sýndi góða takta og svo virðist sem vandamál vetrarins séu að mestu leyst og þeir áttu mjög góðan dag. Sebastian Vettel varð þriðji á seinni æfingunni og Daniel Ricciardo átti sjöunda besta tíma seinni æfingarinnar.

Lotus á enn í vandræðum, liðið kláraði samanlagt 6 hringi á fyrri æfingunni, minnst allra liða. Hvorki Pastor Maldonado né Romain Grosjean settu tíma. Grosjean náði að setja tíma á seinni æfingunni og náði sautjánda besta tíma. Maldonado fór ekki hring á seinni æfingunni.
Tímatakan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 7:50 í fyrramálið og keppnin sjálf klukkan 7:30 á sunnudagsmorgun.