Hraðaheimsmet á 6-hjóla Toyota Hilux frá Arctic Trucks í heimsfréttunum Finnur Thorlacius skrifar 28. mars 2014 11:00 Bílavefurinn Jalopnik greinir nú frá hraðaheimsmeti sem náðist við akstur á suðurpólinn þar sem notaður var 6-hjóla Toyota Hilux bíll sem smíðaður var af íslenska breytingafyrirtækinu Arctic Trucks. Metið frá strönd til pólsins er nú 18 dagar, 4 klukkutímar og 43 mínútur og var það stórbætt, en fyrra metið var 24 dagar, 1 klukkutími og 13 mínútur og var það met 2 ára gamalt.Bíllinn góði við minna erfiðar aðstæður.Í grein Jalopnik er sagt frá því að Arctic Trucks hafi einnig smíðað þá bíla sem sáust í Top Gear þáttunum í ferð á norðurpólinn og að Arctic Trucks hafi breytt bílum til erfiðra ferða frá árinu 1990. Ökumaðurinn í þessari ferð á suðurpólinn var Eyjólfur Már Teitsson og greint er frá því að hann hafi einnig verið séð um viðhald og viðgerðir á bílnum í förinni. Það er ekki að spyrja að fjölhæfni þeirra Arctic Trucks-manna. Þessi ferð var farin til að safna vísindagögnum frá Suðurskautslandinu. Í myndskeiðinu sést 6-hjóla bíll Arctic Trucks við æfingar í Finnlandi. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent
Bílavefurinn Jalopnik greinir nú frá hraðaheimsmeti sem náðist við akstur á suðurpólinn þar sem notaður var 6-hjóla Toyota Hilux bíll sem smíðaður var af íslenska breytingafyrirtækinu Arctic Trucks. Metið frá strönd til pólsins er nú 18 dagar, 4 klukkutímar og 43 mínútur og var það stórbætt, en fyrra metið var 24 dagar, 1 klukkutími og 13 mínútur og var það met 2 ára gamalt.Bíllinn góði við minna erfiðar aðstæður.Í grein Jalopnik er sagt frá því að Arctic Trucks hafi einnig smíðað þá bíla sem sáust í Top Gear þáttunum í ferð á norðurpólinn og að Arctic Trucks hafi breytt bílum til erfiðra ferða frá árinu 1990. Ökumaðurinn í þessari ferð á suðurpólinn var Eyjólfur Már Teitsson og greint er frá því að hann hafi einnig verið séð um viðhald og viðgerðir á bílnum í förinni. Það er ekki að spyrja að fjölhæfni þeirra Arctic Trucks-manna. Þessi ferð var farin til að safna vísindagögnum frá Suðurskautslandinu. Í myndskeiðinu sést 6-hjóla bíll Arctic Trucks við æfingar í Finnlandi.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent