NFL-ferli hins magnaða hlaupara Baltimore Ravens, Ray Rice, gæti verið lokið enda er hann hugsanlega á leið í steininn.
Hann rotaði unnustu sína, Janay Palmer, í lyftu í Atlantic City. Hann var kærður í dag og vill saksóknaraembættið að hann fari í fangelsi í þrjú til fimm ár.
Þessi harka saksóknaraembættisins kom Rice og lögfræðiteymi hans mjög á óvart enda héldu þeir að aðeins ætti að kæra fyrir minniháttar líkamsárás.
Parið er enn saman og gengur nú til ráðgjafa í von um að finna lausn á vandamálum sínum.
Hinn 27 ára gamli Rice skrifaði undir fimm ára samning við Ravens fyrir tveim árum síðan og hann á að fá 35 milljónir dollara fyrir þann samning. Félagið stendur þétt við bak leikmannsins.
Rice gæti farið í fangelsi í fimm ár

Tengdar fréttir

Ray Rice og unnustan slógust - voru bæði handtekin
Ray Rice, hlaupari Baltimore Ravens í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, var handtekinn ásamt unnustu sinni eftir uppákomu í spilavíti um helgina.