Segir þjóðina ekki tilbúna í þessa vegferð með ríkisstjórninni Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2014 15:08 Bæjarstjórn Kópavogs skorar á ríkisstjórnina að slíta ekki viðræðum. visir/samsett „Þetta mál þróaðist í þá átt að bæjarstjórn ákvað að skora á ríkisstjórnina,“ segir Ómars Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, en hann lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær um að skorað yrði á ríkisstjórnina að draga þingsályktunartillögu um viðræðuslit við ESB til baka. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. Upphaflega ætlaði Ómar sér að leggja þessa tillögu fyrir í bæjarráði. „Menn eru klofnir í þessu máli eins og í svo mörgum öðrum en ég hefði persónulega vilja sjá Framsóknarflokkinn fylgja þeirri ályktun frá síðasta flokksþingi að ekki yrði haldið lengra nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ómar og bendir á að það hafi einmitt komið fram í ríkisstjórnarsáttmálanum. Ómar telur vænlegast að málið sé einfaldlega sett á ís á meðan ekki er vilji innan ríkisstjórnarinnar að halda viðræðunum áfram. Hann telur einnig að umræðan um Evrópumálin hafi tekið of mikinn tíma frá þingmönnum. Þjóðin sé greinilega ekki tilbúin í þessa vegferð með ríkisstjórninni.Framsóknarflokkurinn lausnamiðaður flokkur „Framsóknarflokkurinn er lausnamiðaður flokkur og þarna er ein lausn í boði sem mér finnst ekki hægt að útiloka. Eins og staðan er núna í þjóðfélaginu þá er ríkisstjórnin ekki að ná fram sátt um málið og því væri vænlegast að fara að einbeita sér að öðrum hlutum og setja málið á ís.“ Tillaga bæjarstjórnarinnar var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. „Það var ánægjulegt að sjá Ármann [Kr. Ólafsson] og Gunnar [Birgisson] ná saman um þessa tillögu,“ sagði Ómar en þeir sátu báðir hjá. „Manni hlýnaði um hjartarætur að það væri að nást sátt í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi.“ Svona hljóðar áskorun bæjarstjórnar Kópavogs: „Bæjarstjórn skorar á Alþingi að draga til baka tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því mun ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins." ESB-málið Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Þetta mál þróaðist í þá átt að bæjarstjórn ákvað að skora á ríkisstjórnina,“ segir Ómars Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, en hann lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær um að skorað yrði á ríkisstjórnina að draga þingsályktunartillögu um viðræðuslit við ESB til baka. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. Upphaflega ætlaði Ómar sér að leggja þessa tillögu fyrir í bæjarráði. „Menn eru klofnir í þessu máli eins og í svo mörgum öðrum en ég hefði persónulega vilja sjá Framsóknarflokkinn fylgja þeirri ályktun frá síðasta flokksþingi að ekki yrði haldið lengra nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ómar og bendir á að það hafi einmitt komið fram í ríkisstjórnarsáttmálanum. Ómar telur vænlegast að málið sé einfaldlega sett á ís á meðan ekki er vilji innan ríkisstjórnarinnar að halda viðræðunum áfram. Hann telur einnig að umræðan um Evrópumálin hafi tekið of mikinn tíma frá þingmönnum. Þjóðin sé greinilega ekki tilbúin í þessa vegferð með ríkisstjórninni.Framsóknarflokkurinn lausnamiðaður flokkur „Framsóknarflokkurinn er lausnamiðaður flokkur og þarna er ein lausn í boði sem mér finnst ekki hægt að útiloka. Eins og staðan er núna í þjóðfélaginu þá er ríkisstjórnin ekki að ná fram sátt um málið og því væri vænlegast að fara að einbeita sér að öðrum hlutum og setja málið á ís.“ Tillaga bæjarstjórnarinnar var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. „Það var ánægjulegt að sjá Ármann [Kr. Ólafsson] og Gunnar [Birgisson] ná saman um þessa tillögu,“ sagði Ómar en þeir sátu báðir hjá. „Manni hlýnaði um hjartarætur að það væri að nást sátt í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi.“ Svona hljóðar áskorun bæjarstjórnar Kópavogs: „Bæjarstjórn skorar á Alþingi að draga til baka tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því mun ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins."
ESB-málið Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira