Löggan í smábæ í Flórida skrifaði 12.698 hraðasektir Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2014 11:45 12.698 vegfarendur sáu bláu ljósin blikka. Þeir eru duglegir lögreglumennirnir í smábænum Hampton í Flórída því þeir sektuðu 12.698 ökumenn fyrir hraðakstur aðeins á tveimur árum, þ.e. 2011 og 2012. Umráðsvæði þeirra er líklega eitt það takmarkaðasta sem um getur í einum bæ í Bandaríkjunum, eða aðeins 378 metrar af þjóðvegi 301. Þessar sektir allar nema 419.624 dollurum, sem er um 47,4 milljónir króna. Lögreglan og bæjarstjórinn hafa að vonum sætt mikilli gagnrýni fyrir háttalag sitt og segir bæjarstjórinn að lögreglan hafi farið offari eftir að þessi litli bútur þjóðvegarins var fluttur inná yfirráðasvæði þeirra. Þegar búturinn var fluttur á yfirráðasvæði Hampton var búin til nær óskiljanleg hraðatakmörkun og hámarkshraðinn lækkaður úr 65 mílur í 55. Þessu hafa vegfarendur ekki áttað sig vel á og því reyndist auðvelt að sekta þá hvern á fætur öðrum. Á mjög skömmum tíma óx mannauður lögreglunnar í bænum úr 1 starfsmanni í 17 og mikill grunur leikur á að illa sé farið með fé lögregluembættisins því tap hefur verið á rekstri lögregluembættisins mörg undanfarin ár þrátt fyrir þessa miklu auðsöfnun. Kreditkort hafa verið misnotkuð og annarsskonar misnotkun á fé hefur átt sér stað. Bæjarstjórinn segir að í raun hafi lögreglan farið á eftir vegfarendum eins og fersku kjöti. Líkur eru á að lögregluembættið verði leyst upp og endurskipulagt svo ekkert þessu líkt gerist aftur. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent
Þeir eru duglegir lögreglumennirnir í smábænum Hampton í Flórída því þeir sektuðu 12.698 ökumenn fyrir hraðakstur aðeins á tveimur árum, þ.e. 2011 og 2012. Umráðsvæði þeirra er líklega eitt það takmarkaðasta sem um getur í einum bæ í Bandaríkjunum, eða aðeins 378 metrar af þjóðvegi 301. Þessar sektir allar nema 419.624 dollurum, sem er um 47,4 milljónir króna. Lögreglan og bæjarstjórinn hafa að vonum sætt mikilli gagnrýni fyrir háttalag sitt og segir bæjarstjórinn að lögreglan hafi farið offari eftir að þessi litli bútur þjóðvegarins var fluttur inná yfirráðasvæði þeirra. Þegar búturinn var fluttur á yfirráðasvæði Hampton var búin til nær óskiljanleg hraðatakmörkun og hámarkshraðinn lækkaður úr 65 mílur í 55. Þessu hafa vegfarendur ekki áttað sig vel á og því reyndist auðvelt að sekta þá hvern á fætur öðrum. Á mjög skömmum tíma óx mannauður lögreglunnar í bænum úr 1 starfsmanni í 17 og mikill grunur leikur á að illa sé farið með fé lögregluembættisins því tap hefur verið á rekstri lögregluembættisins mörg undanfarin ár þrátt fyrir þessa miklu auðsöfnun. Kreditkort hafa verið misnotkuð og annarsskonar misnotkun á fé hefur átt sér stað. Bæjarstjórinn segir að í raun hafi lögreglan farið á eftir vegfarendum eins og fersku kjöti. Líkur eru á að lögregluembættið verði leyst upp og endurskipulagt svo ekkert þessu líkt gerist aftur.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent