Erlent

Segist hafa séð flugvélina hrapa logandi til jarðar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Leitin að flugvélinni stendur enn yfir.
Leitin að flugvélinni stendur enn yfir. MYND/AFP
Starfsmaður á olíuborpalli í Víetnam segist hafa séð farþegaflugvél Malaysia Airlines hrapa logandi til jarðar. Flugvélarinnar hefur verið saknað frá því á laugardaginn síðasta. Frá þessu er sagt á Washington Times.

Mynd af bréfinu sem fréttamaðurinn fékk sent.
Starfsmaðurinn sendi yfirmanni sínum bréf þess efnis sem áframsendi fréttamanninum Bob Woodruff bréfið en mynd af því má sjá hér til hliðar.

Í bréfinu kemur fram að flugvélin hafi verið í heilu lagi þegar hún hrapaði.

„Það liðu um 10 til 15 sekúndur frá því að ég sá flugvélina í logum og þar eldurinn virtist kominn um alla vél þá var hún enn hátt uppi,“ stendur í bréfinu. Hann segir að flugvélin hafi annað hvort verið að koma í áttina þar sem hann var staðsettur eða á leið í hina áttina.

Woodruff tekur fram að yfirvöld í Víetnam séu að rannsaka hvort það geti verið að bréfið sé blekking.

Hér má sjá hvar olíborpallurinn sem bréfaritari segist hafa verið á er.

Tengdar fréttir

Hugsanlegar leifar þotunnar fundnar

Yfirvöld í Víetnam hafa staðfest fund leitarflugvélar á leifum sem að gætu tengst týndri farþegaþotu Malaysia Airlines.

Farþegaflugvélin breytti um stefnu

Týnda Boeing-farþegaflugvélin í Malasíu breytti um stefnu. Samkvæmt ratsjá var hún komin hundruð kílómetra frá því svæði sem síðast var vitað um ferðir hennar. Ekkert er vitað um ástæðuna fyrir þessari dularfullu stefnubreytingu vélarinnar.

Farsímar farþeganna hringja enn

Hvert sem afdrif flugvélarinnar kann að vera, á að teljast ómögulegt að símarnir skuli enn vera tengdir.

Ekkert bendir til hryðjuverka

Mennirnir tveir sem fóru með stolin vegabréf um borð í flugvél Malaysia Airlines, sem hefur verið saknað frá því á laugardag, eru taldir hafa ætlað að flytja til Evrópu.

Óttast að 239 séu látnir

Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.

Týnd flugvél reyndi að snúa við

Ný gögn benda til þess að farþegaþota Malaysian Airlines sem hvarf í gærkvöldi hafi reynt að snúa við áður en hún hvarf.

Farþegavél hvarf af ratsjá

Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×