Fótbolti

Gomes: Juventus eða Fiorentina vinnur Evrópudeildina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Juventus og Fiorentina mætast í kvöld.
Juventus og Fiorentina mætast í kvöld. Vísir/Getty
Nuno Gomes, fyrrverandi landsliðsframherji Portúgals, hefur trú á að sigurvegarinn í rimmu Juventus og Fiorentina í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar standi uppi sem sigurvegari í keppninni í vor.

Sextán liða úrslitin hefjast í kvöld og tekur Juventus á móti Fiorentina. Gomes er eilítið hlutdrægur en hann spilaði með Flórens-liðinu frá 2000-2002.

„Ég trúi því að sigurvegarinn í þessari rimmu eigi góðan möguleika á að vinna Evrópudeildina. Juventus er eitt besta liðið í keppninni og getur svo sannarlega unnið hana. Fiorentina verður þó erfitt viðureignar,“ segir Gomes.

„Juventus hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu og er með frábæra leikmenn eins og CarlosTévez og FernandoLlorente. Það mun samt lenda í vandræðum á Artemio Franchi-vellinum. Fiorentina hefur líka átt gott tímabil þannig við eigum í vændum tvo frábæra leiki.“

Fleiri frábær lið eru eftir í keppninni. Þar má nefna Porto og Napólí sem mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 18.00 í kvöld.

Þá mætir Tottenham liði Benfica á White Hart Lane klukkan 20.05 en sá leikur er einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×