Synd að þjálfari Benfica sé ekki í sama klassa og liðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2014 08:45 Jorge Jesus með þrjá fingur á lofti eftir þriðja mark Benfica. Vísir/Getty Tottenham þarf lítið kraftaverk til að komast áfram í Evrópudeildinni en liðið tapaði, 1-3, fyrir Benfica á heimavelli í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar. Upp úr sauð á milli Tims Sherwoods, knattspyrnustjóra Tottenham, og JorgeJesus, þjálfara Benfica, eftir að miðvörðurinn Luisao skoraði þriðja mark gestanna. Jesus sýndi af sér hegðun sem nafni hans hefði ekki verið ánægður með en þjálfarinn lyfti þremur fingrum á loft og beindi þeim að kollega sínum hjá Tottenham. Sherwood kann alveg að telja og brást eðlilega illa við þessum dónaskap. Hann rauk að Jesus og vildi fá útskýringar á þessari hegðun en Portúgalinn virtist ekki skammast sín mikið. Á endanum stíaði fjórði dómarinn þeim í sundur. „Ég verð bara að viðurkenna að Benfica-liðið er klassa betra en við,“ sagði Tim Sherwood eftir leik en aðspurður út í atvikið á milli sín og Jesus sagði hann: „Mér fannst liðið hans mjög gott og það sýndi mikinn klassa. Það var bara synd að hann gerði ekki slíkt hið sama.“ „Fyrstu tvær mínútur leiksins var hann alltaf að ganga upp að fjórða dómaranum og segja að ég væri að stíga inn á svæðið hans. Honum er samt alveg sama, er það ekki? Hver gerir svona?“ Sherwood sagðist ekki ætla ræða við Jesus eftir leikinn sem útskýrði hegðun sína svona: „Ég var að benda honum á að Luisao væri númer þrjú.“Tim Sherwood var ekki skemmt.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Tottenham tapaði 1-3 á heimavelli Tottenham er í slæmum málum eftir 1-3 tap á móti Benfica á heimavelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á White Hart Lane í kvöld. 13. mars 2014 19:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira
Tottenham þarf lítið kraftaverk til að komast áfram í Evrópudeildinni en liðið tapaði, 1-3, fyrir Benfica á heimavelli í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar. Upp úr sauð á milli Tims Sherwoods, knattspyrnustjóra Tottenham, og JorgeJesus, þjálfara Benfica, eftir að miðvörðurinn Luisao skoraði þriðja mark gestanna. Jesus sýndi af sér hegðun sem nafni hans hefði ekki verið ánægður með en þjálfarinn lyfti þremur fingrum á loft og beindi þeim að kollega sínum hjá Tottenham. Sherwood kann alveg að telja og brást eðlilega illa við þessum dónaskap. Hann rauk að Jesus og vildi fá útskýringar á þessari hegðun en Portúgalinn virtist ekki skammast sín mikið. Á endanum stíaði fjórði dómarinn þeim í sundur. „Ég verð bara að viðurkenna að Benfica-liðið er klassa betra en við,“ sagði Tim Sherwood eftir leik en aðspurður út í atvikið á milli sín og Jesus sagði hann: „Mér fannst liðið hans mjög gott og það sýndi mikinn klassa. Það var bara synd að hann gerði ekki slíkt hið sama.“ „Fyrstu tvær mínútur leiksins var hann alltaf að ganga upp að fjórða dómaranum og segja að ég væri að stíga inn á svæðið hans. Honum er samt alveg sama, er það ekki? Hver gerir svona?“ Sherwood sagðist ekki ætla ræða við Jesus eftir leikinn sem útskýrði hegðun sína svona: „Ég var að benda honum á að Luisao væri númer þrjú.“Tim Sherwood var ekki skemmt.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Tottenham tapaði 1-3 á heimavelli Tottenham er í slæmum málum eftir 1-3 tap á móti Benfica á heimavelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á White Hart Lane í kvöld. 13. mars 2014 19:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira
Tottenham tapaði 1-3 á heimavelli Tottenham er í slæmum málum eftir 1-3 tap á móti Benfica á heimavelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á White Hart Lane í kvöld. 13. mars 2014 19:30