Porsche hagnast um 2,6 milljónir á hverjum seldum bíl Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2014 12:30 Porsche bílar til sýnis á bílasýningu. Fáum bílaframleiðendum tekst að hagnast eins mikið á hverjum seldum bíl og Porsche en að meðaltali hagnast Porsche um 2,6 milljónir króna á hverjum þeim bíl sem fyrirtækið selur. Porsche er í eigu Volkswagen ásamt 9 öðrum bílamerkjum. Ekkert merki Volkswagen nær viðlíkum hagnaði af hverjum seldum bíl, en Audi hagnast um 600.000 krónur á hverjum seldum bíl sem er um 10% af kaupverði þeirra. Porsche hagnast meira á hverjum bíl en ofurbílamerkin Lamborghini og Bentley, þó þeir séu miklu dýrari en Porsche bílar. Öll þessi merki tilheyra Volkswagen bílasamstæðunni. Hætt er við því að meðalhagnaður af hverjum seldum Porsche bíl lækki eitthvað með tilkomu nýja sportjeppans Macan, en hann ódýrarari en aðrar gerðir Porsche bíla. Þessi góði hagnaður á bílum Porsche er líklega til marks um það hversu góð framleiðsla Porsche bíla er, en kaupendur þeirra meta gæði þeirra með tilliti til verðs samt á þann veg að sala þeirra eykst stöðugt. Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent
Fáum bílaframleiðendum tekst að hagnast eins mikið á hverjum seldum bíl og Porsche en að meðaltali hagnast Porsche um 2,6 milljónir króna á hverjum þeim bíl sem fyrirtækið selur. Porsche er í eigu Volkswagen ásamt 9 öðrum bílamerkjum. Ekkert merki Volkswagen nær viðlíkum hagnaði af hverjum seldum bíl, en Audi hagnast um 600.000 krónur á hverjum seldum bíl sem er um 10% af kaupverði þeirra. Porsche hagnast meira á hverjum bíl en ofurbílamerkin Lamborghini og Bentley, þó þeir séu miklu dýrari en Porsche bílar. Öll þessi merki tilheyra Volkswagen bílasamstæðunni. Hætt er við því að meðalhagnaður af hverjum seldum Porsche bíl lækki eitthvað með tilkomu nýja sportjeppans Macan, en hann ódýrarari en aðrar gerðir Porsche bíla. Þessi góði hagnaður á bílum Porsche er líklega til marks um það hversu góð framleiðsla Porsche bíla er, en kaupendur þeirra meta gæði þeirra með tilliti til verðs samt á þann veg að sala þeirra eykst stöðugt.
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent