Fjöllin, Mýrdals- og Möðrudalsöræfi, verða ekki mokuð á morgun, laugardag, vegna slæmrar veðurspár.
Dagana þar á eftir verður mokað alla daga ef veður leyfir og stefnt á að alltaf verði fært og opið á milli klukkan 13:00 og 17:00, allt þó háð veðrinu hverju sinni. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.
Búast má við að opnunartími lengist ef veður helst gott.
