Bílskúrinn: Fimm hlutir sem komu ljós í Ástralíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. mars 2014 18:00 Ræsing í Ástralíu Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes vann fyrstu keppni ársins í Formúlu 1 með yfirburðum en Mercedes-bílnum hefur verið spáð mikilli velgengni. Lewis Hamilton, liðsfélagi hans, þurfti aftur á móti að hætta keppni.Kevin Magnussen, danski nýliðinn hjá McLaren sló í gegn í sinni fyrstu keppni og náði bestum árangri nýliða eftir að Daniel Ricciardo á Red Bull var dæmdur úr leik. Ljóst er að reglubreytingarnar eiga eftir að taka sinn toll á liðunum og hafa mikið að segja í byrjun tímabils en hvaða fimm atriði komu í ljós í fyrstu keppni ársins? Við förum betur yfir það hérna í Bílskúrnum, léttari hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Mercedes-bíllinn lítur vel út en er ekki fullkominn.Vísir/GettyMercedes-bíllinn ekki fullkominn Mercedes bíllinn er ekki skotheldur. Þrátt fyrir sannfærandi sigur Rosberg, þá datt liðsfélagi hans, Lewis Hamilton út á fjórða hring vegna vélabilunar. Bíll hans hætti að ganga á öllum 6 strokkunum og vantaði því töluvert afl. Leiðir slík bilun einnig til þess að rafkerfin hætta að virka sem skyldi.Mikið verk framundan hjá Lotus Lotus hefur mikið að gera og margt að læra til að sjá fram á að ljúka kappakstri í náinni framtíð. Erfið tímataka á laugardaginn þar sem Pastor Maldonado náði ekki að setja tíma og Romain Grosjean var ekki sannfærandi. Það setti tóninn fyrir keppnina þar sem komst hvorugur bíllinn í mark. Maldonando komst á hring 32 en þá bilaði rafkerfið sem snýr túrbínunni. Grosjean ók aðeins lengra en bíllinn hans bilaði á 45. hring.Magnussen bætti met Hamiltons Nýliðarnir voru að standa sig vel. Helst ber þar að nefna manninn í öðru sæti, Kevin Magnussen. Hann bætti met Lewis Hamilton yfir besta árangur í fyrstu keppni ferilsins. Hamilton lenti í þriðja sæti í sinni frumraun en Magnussen bætti um betur og náði öðru sæti. Hann er einnig fyrsti Daninn sem kemst á verðlaunapall í Formúlu 1. Annar nýliði, Daniil Kvyat, rússneski ökumaðurinn hjá Toro Rosso setti jafnframt met. Hann er nú yngsti ökumaðurinn til að ná í stig. Sebastian Vettel átti metið fyrir.Williams lítur vel út Williams bíllinn virðist mjög góður. Þrátt fyrir að aðeins annar bíll liðsins hafi lokið keppni þá stóð Valtteri Bottas sig mjög vel. Hann tók fram úr hverjum ökumanninum á fætur öðrum og hafði gríðar gott grip og nægan kraft. Það verður spennandi að sjá hvernig liðinu mun ganga í ár. Hvar hefði Felipe Massa endað ef Kamui Kobayashi hefði ekki keyrt hann út úr keppninni í fyrstu beygju?Ískur í dekkjum Gríðarlegar breytingar fylgja V6-vélunum. Nú heyrist ískur í dekkjum ef þau læsast þegar ökumenn bremsa. Einnig heyrist í dekkjunum þegar ökumenn spóla af stað af þjónustusvæðinu. Bæði heyrist í brautarþuli og áhorfendum. Það heyrðist til dæmis vel í áhorfendum þegar heimamaðurinn Daniel Ricciardo ók framhjá þeim.Christian Horner keppnisstjóri Red Bull hafði orð á því eftir keppnina að hann hefði aldrei áður heyrt í áhorfendum á Formúlu 1 keppni. Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar. 16. mars 2014 13:43 Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. 16. mars 2014 08:26 Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30 Samantekt frá Ástralíukappakstrinum Nýtt keppnistímabil hófst í Formúlu 1 í morgun þegar keppt var í Ástralíu. Fyrsta mótið lofar góðu fyrir framhaldið. 16. mars 2014 20:48 Tímataka í Ástralíu - Hamilton fljótastur Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag. 15. mars 2014 07:28 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes vann fyrstu keppni ársins í Formúlu 1 með yfirburðum en Mercedes-bílnum hefur verið spáð mikilli velgengni. Lewis Hamilton, liðsfélagi hans, þurfti aftur á móti að hætta keppni.Kevin Magnussen, danski nýliðinn hjá McLaren sló í gegn í sinni fyrstu keppni og náði bestum árangri nýliða eftir að Daniel Ricciardo á Red Bull var dæmdur úr leik. Ljóst er að reglubreytingarnar eiga eftir að taka sinn toll á liðunum og hafa mikið að segja í byrjun tímabils en hvaða fimm atriði komu í ljós í fyrstu keppni ársins? Við förum betur yfir það hérna í Bílskúrnum, léttari hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Mercedes-bíllinn lítur vel út en er ekki fullkominn.Vísir/GettyMercedes-bíllinn ekki fullkominn Mercedes bíllinn er ekki skotheldur. Þrátt fyrir sannfærandi sigur Rosberg, þá datt liðsfélagi hans, Lewis Hamilton út á fjórða hring vegna vélabilunar. Bíll hans hætti að ganga á öllum 6 strokkunum og vantaði því töluvert afl. Leiðir slík bilun einnig til þess að rafkerfin hætta að virka sem skyldi.Mikið verk framundan hjá Lotus Lotus hefur mikið að gera og margt að læra til að sjá fram á að ljúka kappakstri í náinni framtíð. Erfið tímataka á laugardaginn þar sem Pastor Maldonado náði ekki að setja tíma og Romain Grosjean var ekki sannfærandi. Það setti tóninn fyrir keppnina þar sem komst hvorugur bíllinn í mark. Maldonando komst á hring 32 en þá bilaði rafkerfið sem snýr túrbínunni. Grosjean ók aðeins lengra en bíllinn hans bilaði á 45. hring.Magnussen bætti met Hamiltons Nýliðarnir voru að standa sig vel. Helst ber þar að nefna manninn í öðru sæti, Kevin Magnussen. Hann bætti met Lewis Hamilton yfir besta árangur í fyrstu keppni ferilsins. Hamilton lenti í þriðja sæti í sinni frumraun en Magnussen bætti um betur og náði öðru sæti. Hann er einnig fyrsti Daninn sem kemst á verðlaunapall í Formúlu 1. Annar nýliði, Daniil Kvyat, rússneski ökumaðurinn hjá Toro Rosso setti jafnframt met. Hann er nú yngsti ökumaðurinn til að ná í stig. Sebastian Vettel átti metið fyrir.Williams lítur vel út Williams bíllinn virðist mjög góður. Þrátt fyrir að aðeins annar bíll liðsins hafi lokið keppni þá stóð Valtteri Bottas sig mjög vel. Hann tók fram úr hverjum ökumanninum á fætur öðrum og hafði gríðar gott grip og nægan kraft. Það verður spennandi að sjá hvernig liðinu mun ganga í ár. Hvar hefði Felipe Massa endað ef Kamui Kobayashi hefði ekki keyrt hann út úr keppninni í fyrstu beygju?Ískur í dekkjum Gríðarlegar breytingar fylgja V6-vélunum. Nú heyrist ískur í dekkjum ef þau læsast þegar ökumenn bremsa. Einnig heyrist í dekkjunum þegar ökumenn spóla af stað af þjónustusvæðinu. Bæði heyrist í brautarþuli og áhorfendum. Það heyrðist til dæmis vel í áhorfendum þegar heimamaðurinn Daniel Ricciardo ók framhjá þeim.Christian Horner keppnisstjóri Red Bull hafði orð á því eftir keppnina að hann hefði aldrei áður heyrt í áhorfendum á Formúlu 1 keppni.
Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar. 16. mars 2014 13:43 Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. 16. mars 2014 08:26 Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30 Samantekt frá Ástralíukappakstrinum Nýtt keppnistímabil hófst í Formúlu 1 í morgun þegar keppt var í Ástralíu. Fyrsta mótið lofar góðu fyrir framhaldið. 16. mars 2014 20:48 Tímataka í Ástralíu - Hamilton fljótastur Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag. 15. mars 2014 07:28 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar. 16. mars 2014 13:43
Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. 16. mars 2014 08:26
Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30
Samantekt frá Ástralíukappakstrinum Nýtt keppnistímabil hófst í Formúlu 1 í morgun þegar keppt var í Ástralíu. Fyrsta mótið lofar góðu fyrir framhaldið. 16. mars 2014 20:48
Tímataka í Ástralíu - Hamilton fljótastur Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag. 15. mars 2014 07:28