Sala Mazda3 minni vegna afslátta á Corolla og Civic Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2014 08:45 Mazda3 Margir bílablaðamenn eru á því að besti bíllinn í flokki minni fjölskyldubíla sé Mazda3, en það þýðir ekki að hann seljist best. Staðreyndin er sú að bílarnir Toyota Corolla og Honda Civic seljast meira í Bandaríkjunum, lykilmarkaði fyrir alla þessa bíla. Ástæðan þessa er sú að framleiðendur þeirra bjóða þá með miklum afslætti nú. Það hefur orðið til þess að sala Mazda3 er 27% undir áætlunum Mazda fyrirtækisins. Mazda hefur ekki verið eins viljugt að gefa afslætti af sínum bíl þar og telja að gæði hans standi undir verðinu, en svo virðist sem kaupendur séu ekki á sama máli. Sala Mazda3 hefur fallið allar götur frá því í ágúst á síðasta ári. Mazda3 er lykilbíll Mazda og söluhæsta eina bílgerð þess og því er þetta sannarlega áhyggjuefni fyrir Mazda. Er þessi staða Mazda nokkuð lýsandi fyrir stöðu smærri bílaframleiðendanna gegn þeim stærri, en bæði Honda og þó sérstaklega Toyota eru mun stærri bílaframleiðendur en Mazda og þeir geta í krafti stærðar sinnar lækkað verð á einstaka bílgerðum til að koma í veg fyrir minnkandi sölu í einstaka flokkum bíla. Ný samsetningarverksmiðja Mazda í Mexíkó á að auka framleiðslugetuna á Mazda3 um 10.000 bíla og meiningin var að beina þeim aðallega á Bandaríkjamarkað. Það gæti örðugt við óbreytta stöðu. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent
Margir bílablaðamenn eru á því að besti bíllinn í flokki minni fjölskyldubíla sé Mazda3, en það þýðir ekki að hann seljist best. Staðreyndin er sú að bílarnir Toyota Corolla og Honda Civic seljast meira í Bandaríkjunum, lykilmarkaði fyrir alla þessa bíla. Ástæðan þessa er sú að framleiðendur þeirra bjóða þá með miklum afslætti nú. Það hefur orðið til þess að sala Mazda3 er 27% undir áætlunum Mazda fyrirtækisins. Mazda hefur ekki verið eins viljugt að gefa afslætti af sínum bíl þar og telja að gæði hans standi undir verðinu, en svo virðist sem kaupendur séu ekki á sama máli. Sala Mazda3 hefur fallið allar götur frá því í ágúst á síðasta ári. Mazda3 er lykilbíll Mazda og söluhæsta eina bílgerð þess og því er þetta sannarlega áhyggjuefni fyrir Mazda. Er þessi staða Mazda nokkuð lýsandi fyrir stöðu smærri bílaframleiðendanna gegn þeim stærri, en bæði Honda og þó sérstaklega Toyota eru mun stærri bílaframleiðendur en Mazda og þeir geta í krafti stærðar sinnar lækkað verð á einstaka bílgerðum til að koma í veg fyrir minnkandi sölu í einstaka flokkum bíla. Ný samsetningarverksmiðja Mazda í Mexíkó á að auka framleiðslugetuna á Mazda3 um 10.000 bíla og meiningin var að beina þeim aðallega á Bandaríkjamarkað. Það gæti örðugt við óbreytta stöðu.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent