Toyota bestir notaðra bíla samkvæmt Consumer Reports Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2014 14:30 Toyota Camry. Á nýbirtum lista Consumer Reports í Bandaríkjunum yfir áreiðanlegustu bílana af árgerðum 2004 til 2013 eru Toyota bílar mjög áberandi með samtals 11 bíla í hinum ýmsu flokkum. Consumer Reports skiptir bílunum bæði í verðflokka og bílgerðaflokka. Í flokki minni bíla á verðbilinu 15-20.000 dollara fengu reyndar bílarnir Hyundai Elantra af árgerð 2012-13 og Subaru Impreza af árgerð 2011-13 hæstu einkunnina. Í sama verðflokki stærri fjölskyldubíla fengu Toyota Camry 2011-12, Toyota Camry Hybrid 2010-11 og Acura TL (frá Honda) 2008 hæsta einkunn. Í flokki jepplinga voru það Lexus RX 2006-7 og Subaru Forester 2009-10 sem trónuðu hæst. Í heildina mælti Consumer Reports með 28 bílum sem bestu kosti við kaup á notuðum bílum og voru 11 þeirra frá Toyota. Á hinum enda listans nefndi Consumer Reprts 22 bíla sem fólk ætti að forðast. Þar á meðal voru bílarnir Chevrolet Cruze með 1,8 vél og Mini Cooper S sem þeir segja að eigi afar slæma bilanasögu. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent
Á nýbirtum lista Consumer Reports í Bandaríkjunum yfir áreiðanlegustu bílana af árgerðum 2004 til 2013 eru Toyota bílar mjög áberandi með samtals 11 bíla í hinum ýmsu flokkum. Consumer Reports skiptir bílunum bæði í verðflokka og bílgerðaflokka. Í flokki minni bíla á verðbilinu 15-20.000 dollara fengu reyndar bílarnir Hyundai Elantra af árgerð 2012-13 og Subaru Impreza af árgerð 2011-13 hæstu einkunnina. Í sama verðflokki stærri fjölskyldubíla fengu Toyota Camry 2011-12, Toyota Camry Hybrid 2010-11 og Acura TL (frá Honda) 2008 hæsta einkunn. Í flokki jepplinga voru það Lexus RX 2006-7 og Subaru Forester 2009-10 sem trónuðu hæst. Í heildina mælti Consumer Reports með 28 bílum sem bestu kosti við kaup á notuðum bílum og voru 11 þeirra frá Toyota. Á hinum enda listans nefndi Consumer Reprts 22 bíla sem fólk ætti að forðast. Þar á meðal voru bílarnir Chevrolet Cruze með 1,8 vél og Mini Cooper S sem þeir segja að eigi afar slæma bilanasögu.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent