Þjálfari Anítu vill sjá hana færast nær og nær þessum bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2014 19:15 Aníta Hinriksdóttir er Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi og Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 heimsótti þessa efnilegu hlaupakonu á dögunum en hún er á leiðinni á HM innanhúss í Póllandi. Þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, vonast til að hún nái að bæta sig gegn þeim bestu. Aníta hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína, hún er búin að margbæta Íslandsmetið og var á síðasta ári kosin vonastjarnan í evrópskum frjálsum íþróttum. Um næstu helgi mætir Aníta fremstu hlaupakonum heims á HM innanhúss en á dögunum varð hún í 4. sæti á Millrose-frjálsíþróttamótinu í New York. Gaupi spurði þjálfara hennar Gunnar Pál Jóakimssona um hvers væri að vænta á heimsmeistaramótinu. „Ég er að vona að hún taki eitt skref í einu eins og hún hefur alltaf gert. Í fyrra fór hún á Evrópumeistaramótið innanhúss og tók þátt í demantamóti fullorðinna. Í ár er markmiðið að gera vel á heimsmeistaramóti unglinga en HM innanhúss í Póllandi er hún að taka eitt skref í viðbót," sagði Gunnar Páll. „Það eru bara tuttugu í heiminum sem ná lágmarki en það verða eitthvað fleiri með því lönd mega senda keppendur í eina grein ef enginn nær lágmarki frá þeirra landi. Aníta er ein af tuttugu bestu í heiminum, eigum við ekki að segja að stefnan sé á 10. til 15. sæti og að hún komist aðeins ofar en hún er stödd á heimslistanum," sagði Gunnar Páll. Æfingarnar fyrir heimsmeistaramótið hafa gengið vel en Gunnar segir að Aníta eigi mikið inni. „Ég veit að hana langar í met. Mig langar að sjá framfarir hjá henni í hvernig hún glímir við þær bestu og að hún ráði betur við hraðabreytingar í seinni hluta hlaupsins. Ég vil sjá hana vera mjög sterka síðustu 200 metrana í hlaupi þar sem hún er að keppa við sterkari hlaupara," sagði Gunnar Páll. „Það gerði hún um daginn á Millrose-leikunum í New York. Hún var ekki sátt við tímann þar en ég var að benda henni á það að hún hljóp þar sekúndu hraðar en á Evrópumeistaramótinu í fyrra. Það er að koma styrkur í hana og ég vil sjá hana færast nær og nær þessum bestu," sagði Gunnar Páll að lokum en það má sjá allt innslagið með því að smella hér fyrir ofan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Aníta keppir í New York í dag ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld á Millrose Games í New York sem er eitt þekktasta innanhússmót heims og fer fram í glæsilegri höll á Manhattan. 15. febrúar 2014 08:00 Aníta í góðum hópi í New York Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. 16. febrúar 2014 15:58 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Aníta og Kristinn Þór fara á HM Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði. 28. febrúar 2014 15:20 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir er Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi og Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 heimsótti þessa efnilegu hlaupakonu á dögunum en hún er á leiðinni á HM innanhúss í Póllandi. Þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, vonast til að hún nái að bæta sig gegn þeim bestu. Aníta hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína, hún er búin að margbæta Íslandsmetið og var á síðasta ári kosin vonastjarnan í evrópskum frjálsum íþróttum. Um næstu helgi mætir Aníta fremstu hlaupakonum heims á HM innanhúss en á dögunum varð hún í 4. sæti á Millrose-frjálsíþróttamótinu í New York. Gaupi spurði þjálfara hennar Gunnar Pál Jóakimssona um hvers væri að vænta á heimsmeistaramótinu. „Ég er að vona að hún taki eitt skref í einu eins og hún hefur alltaf gert. Í fyrra fór hún á Evrópumeistaramótið innanhúss og tók þátt í demantamóti fullorðinna. Í ár er markmiðið að gera vel á heimsmeistaramóti unglinga en HM innanhúss í Póllandi er hún að taka eitt skref í viðbót," sagði Gunnar Páll. „Það eru bara tuttugu í heiminum sem ná lágmarki en það verða eitthvað fleiri með því lönd mega senda keppendur í eina grein ef enginn nær lágmarki frá þeirra landi. Aníta er ein af tuttugu bestu í heiminum, eigum við ekki að segja að stefnan sé á 10. til 15. sæti og að hún komist aðeins ofar en hún er stödd á heimslistanum," sagði Gunnar Páll. Æfingarnar fyrir heimsmeistaramótið hafa gengið vel en Gunnar segir að Aníta eigi mikið inni. „Ég veit að hana langar í met. Mig langar að sjá framfarir hjá henni í hvernig hún glímir við þær bestu og að hún ráði betur við hraðabreytingar í seinni hluta hlaupsins. Ég vil sjá hana vera mjög sterka síðustu 200 metrana í hlaupi þar sem hún er að keppa við sterkari hlaupara," sagði Gunnar Páll. „Það gerði hún um daginn á Millrose-leikunum í New York. Hún var ekki sátt við tímann þar en ég var að benda henni á það að hún hljóp þar sekúndu hraðar en á Evrópumeistaramótinu í fyrra. Það er að koma styrkur í hana og ég vil sjá hana færast nær og nær þessum bestu," sagði Gunnar Páll að lokum en það má sjá allt innslagið með því að smella hér fyrir ofan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Aníta keppir í New York í dag ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld á Millrose Games í New York sem er eitt þekktasta innanhússmót heims og fer fram í glæsilegri höll á Manhattan. 15. febrúar 2014 08:00 Aníta í góðum hópi í New York Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. 16. febrúar 2014 15:58 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Aníta og Kristinn Þór fara á HM Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði. 28. febrúar 2014 15:20 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47
Aníta keppir í New York í dag ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld á Millrose Games í New York sem er eitt þekktasta innanhússmót heims og fer fram í glæsilegri höll á Manhattan. 15. febrúar 2014 08:00
Aníta í góðum hópi í New York Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. 16. febrúar 2014 15:58
Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21
Aníta og Kristinn Þór fara á HM Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði. 28. febrúar 2014 15:20
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti