Fyrsti bíll Schreyer fyrir Hyundai Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2014 11:45 Hyundai Intrado jepplingurinn. Hinn virti bílahönnuður Peter Schreyer sem teiknað hefur alla bílalínu Kia uppá nýtt hefur nú teiknað sinn fyrst bíl fyrir systurfyrirtækið Hyundai. Þetta er jepplingur, hvað annað, sem fengið hefur nafnið Intrado. Hann er með litla glugga og harla óvenjulega vængi við báðar hjólaskálarnar. Getgátur eru uppi um að þessi bíll verði arftaki Hyundai iX35, sem heitir Tucson í Bandaríkjunum. Intrado er vetnisbíll og Hyundai sýnir hann nú á bílasýningunni í Genf. Í dag og á morgun eru blaðamannadagar á bílasýningunni áður en hún verður opnuð almenningi. Peter Schreyer er nú orðinn aðalhönnuður fyrir bæði fyrirtækin og einn af framkvæmdastjórum móðurfyrirtæksins Hyundai. Óvenjulegir vængir við hjólaskálarnar. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent
Hinn virti bílahönnuður Peter Schreyer sem teiknað hefur alla bílalínu Kia uppá nýtt hefur nú teiknað sinn fyrst bíl fyrir systurfyrirtækið Hyundai. Þetta er jepplingur, hvað annað, sem fengið hefur nafnið Intrado. Hann er með litla glugga og harla óvenjulega vængi við báðar hjólaskálarnar. Getgátur eru uppi um að þessi bíll verði arftaki Hyundai iX35, sem heitir Tucson í Bandaríkjunum. Intrado er vetnisbíll og Hyundai sýnir hann nú á bílasýningunni í Genf. Í dag og á morgun eru blaðamannadagar á bílasýningunni áður en hún verður opnuð almenningi. Peter Schreyer er nú orðinn aðalhönnuður fyrir bæði fyrirtækin og einn af framkvæmdastjórum móðurfyrirtæksins Hyundai. Óvenjulegir vængir við hjólaskálarnar.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent